6.9.2007 | 22:49
Gengur gegn fyrri rannsóknum, verum ekki of fljót að dæma
Ég leyfi mér að vitna í grein Ægis Más Þórissonar af Vísindavefnum, Hver eru einkenni ofvirkni hjá börnum og hvað veldur henni?
Önnur kenning, vinsæl á sínum tíma, var á þá leið að AMO mætti rekja til sykurneyslu og aukaefna í matvælum. Foreldrar voru hvattir til að láta börn sín hætta að borða mat sem innihélt sykur, litarefni og rotvarnarefni. Eftir fjöldann allan af rannsóknum komust vísindamenn að því að slíkir matarkúrar drógu einungis úr einkennum hjá um 5% barna og stærsti hópur þessara barna var með einhvers konar fæðuofnæmi.
Frétt mbl.is segir ekkert um hversu sterk áhrifin hafi verið, né hversu margir urðu fyrir þeim. Aukaefni í matvælum eru örugglega ekkert sérstaklega holl, en aðaláhættuþátturinn varðandi ofvirkni virðist tengdur erfðum.
Aukaefni í matvælum ýta undir ofvirkni samkvæmt rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 7.9.2007 kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2007 | 22:53
Tequila-timburmenn
Búin að vera þunn í allan dag. Það er ekkert nýtt. Ég sirkaði það út að ég hef drukkið áfengi að meðaltali annan hvorn dag alveg síðan ég kom hingað. Öss. Ég byrja nú sem betur fer í tímum bráðlega og hef þá örugglega ekki tíma í svona vitleysu.
Á föstudaginn fékk ég nýju fartölvuna mína, er mjög glöð með það, þótt ýmis stillingaratriði séu enn eftir. Ég átti kost á að fara á eitthvert nýnemadjamm þá auk þess sem mér var boðið í grill og myndbandsgláp. Ég bara meikaði ekki að gera neitt, hafði djammað síðustu tvo daga þar á undan, svo ég eyddi mínum dýrmæta tíma í að pimpa upp feisbókarsíðuna mína.
Laugardeginum eyddi ég í að horfa á (ekki lesa) skólabækurnar mínar, mjög pródúktívt. Um kvöldið kíkti ég út með Katherine sem er fyrsta árs nemi eins og ég. Hún drekkur Guinness sem gerir hana að kúl manneskju. Kvöldið endaði með henni og einhverjum framhaldsnemum í líffræði í Guitar Hero leiknum, sem ég er bara fjandi góð í, rokkaði feitt með Killing in the name of.
Í allan gærdag var ég svo hjá Jocy og Mark, en þau eru nýbúin að kaupa sér hús og buðu nokkrum útvöldum í grillveislu af því tilefni. Maturinn var mjög góður, en ég var ekki jafn hrifin af býflugunum. Ég kynnti þau svo fyrir Guillotine (kann ekki að skrifa, en þetta er spil) sem féll vel í kramið og við skemmtum okkur konunglega við að hálshöggva franska aðalinn.
Á móti fékk ég að kynnast skemmtilegum leik sem kallast Fishbowl. Skipt er í lið og allir setja þrjú nöfn á fólki, lífs eða liðnu, uppskálduðu eða raunverulegu, í skál. Í fyrstu lotu fær liðsmaður eina mínútu til að draga nafn og lýsa persónunni með orðum, án þess að nefna nafnið. Hinir liðsmenn giska og þegar rétt nafn fæst er dreginn nýr miði allt þar til mínútan er búin. Svo á næsta lið að gera og svo koll af kolli allt þar til miðarnir eru búnir. Í næstu lotu eru miðarnir látnir aftur í skálina, nema hvað nú á að leika nafnið án orða. Í þriðju lotunni á að lýsa hverri persónu með einu orði, hvorki meira né minna, og engin látbrögð eru leyfð, þetta er gert á 30 sekúndum í stað mínútu.
Kvöldið endaði svo með fyrrnefndu tequila og trylltum dansi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2007 | 08:36
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 07:16
Skype
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 21:51
Hey kanína, komd'í partý
Ég er hér hálfþunn að reyna að læra um starfræna segulómun, búið að vera allt of mikið partýstand á mér undanfarna daga. Nýnemarnir hittust í gær og fóru út að borða, og úr því varð langt drykkjukvöld sem endaði ekki fyrr en hálfsex í morgun. Meðal umræðuefna voru "swingers clubs" og "super-gay bars".
Daginn áður var "retreat" fyrir alla í deildinni þar sem okkur var ekið út í sveit þar sem við hlustuðum á nokkuð áhugaverða fyrirlestra auk sem dælt var í okkur bjór og okkur gefið fóður. Veðrið var ofsalega gott svo við fórum nokkur og óðum út í vatn sem er þarna nálægt. Í því voru litlir fiskar sem gerðu tilraun til að éta mig, að minnsta kosti nörtuðu þeir í fæturna á manni. Ég var hrikalega þreytt þennan dag eftir tvær svefnlitlar nætur, svo í stað þess að fara í eftirpartýið steinsofnaði ég klukkan sjö og vaknaði ekki aftur fyrr en 18 (!!!) tímum síðar. Geri aðrir betur.
Annars er ég núna aðeins farin að finna fyrir einmanaleika, sakna fólksins mín heima á Íslandi og enginn Björn til að kúra hjá um nætur. Hann kemur sem betur fer eftir nokkrar vikur að heimsækja mig.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2007 | 18:17
Ógeðslegar athugasemdir
Mikið eru þær ógeðfelldar sumar athugasemdirnar sem hafa komið fram hér á Moggablogginu um Aron Pálma og jaðra við að bera vott um mannfyrirlitningu. Það er bara tvennt sem mér finnst skipta máli: a) Er Aron Pálmi líklegur til að fremja afbrot hér á landi? og b) Þarf hann sjálfur á hjálp að halda?
Hættum þessari endalausu refsigleði og hjálpum fólki að verða betri menn.
Aron Pálmi kominn til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.8.2007 | 03:01
Hot Hot Heat
Í Providence er hrikalegur hiti, fór mest upp í 33°C í dag. Allt er að bráðna, sápan inni á klósetti, jógúrtið mitt, meiköppið mitt og ég sjálf. Fyrir Íslendinginn mig er frekar skrýtið að flýja INN í hús til að kæla sig niður. Nú sit ég með ofhitnuðu fartölvuna mína og er að reyna að lesa grein, en það gengur hægt sökum slens og slepju; rakastigið er nefnilega svakalega hátt líka.
Tæknilega séð er þetta reyndar ekki fartölvan mín, Brandon á hana eða er jafnvel með hana í láni líka. Ég fékk vægt hjartaáfall þegar ég komst að því í dag að ég hafði gleymt henni einhvers staðar á leiðinni frá íbúðinni minni að kaffihúsinu. Fann hana loks í skóbúð, varð sko smá "sidetracked" þar, ehemm. En ekki segja Brandon...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2007 | 04:05
Nýtt netfang
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 05:39
US of A
Halló halló öll. Hér sit ég í nýju -- eða réttara sagt eldgömlu -- íbúðinni minni í Providence, Rhode Island. Klukkan er rúmlega eitt um nótt og ég ætti örugglega frekar að vera að læra eða sofa, en mér finnst ég skulda ykkur ferðasögu.
Ég lagði sem sagt af stað frá Fróni fyrir rúmri viku, þann 10. ágúst síðastliðinn, og lenti hér í hitabylgju. Ég fór strax og fékk afhenda lyklana að íbúðinni minni, en hún myndi nú ekki vera upp á marga fiska samkvæmt íslenskum staðli. Kanarnir virðast ekki hafa mikið fyrir að þrífa fyrir afhendingu, né heldur hafa þeir áhyggjur af sprungum í veggjum eða grænu vatni í baðkarinu. Mér er svo sem alveg nokk sama, hún er þó allavega stærri en ég hélt og á mjög góðum stað. Ég get labbað hvert sem er, svo til.
Fyrsta deginum eyddi ég líka meira og minna í að labba til og frá mollinu í steikjandi hita. Ég fékk mér síma sem kostaði morð fjár, en er fjandi flottur, og svo opnaði ég bankareikning sem hefur ekki neina vexti, puff. Að minnsta kosti er allt ódýrara hér. Bærin er líka fallegur og vinalegur, en mér skilst samt að maður þurfi að passa sig á kvöldin. Föstudagskvöldið sem ég kom ætlaði ég mér einmitt að heilsa upp á félaga mína í taugavísindaprógramminu, en ég var orðin úrvinda og datt að lokum dauð niður í nýja rúminu mínu. Það er það eina í íbúðinni sem er í alvörunni nýtt.
Daginn eftir fór ég út að borða með Brandon, Mark og Lach, sem einnig er fyrsta árs nemi eins og ég, á geðveikum sushi-stað sem heitir Hiruki. Brandon hefur reynst mér einstaklega vel og lánaði mér einmitt þessa tölvu. Ég hef lent í veseni með að panta mér fartölvu frá Dell og var að verða geðveik á internetleysi. Hvernig fór fólk að hér fyrir nokkrum áratugum síðan? Ég bara skil það ekki, mér finnst ég fötluð án ástkæra alnetsins. En allavega, eftir matinn fórum við öll til Brandons og ég fékk að spila Wii (sem ég sökka í, b.t.w.) í stærsta sjónvarpi sem ég hef nokkurn tíma séð. Skruppum smá á grad-pöbbinn og restinni af kvöldinu eyddum við Brandon (hinir voru of þreyttir) í stjörnuskoðun í næsta garði, það var sko "meteor shower", nokkuð flott, með sánd effectum á borð við engisprettuískur og leðurblökusmelli.
Á sunnudaginn 12. ágúst var förinni heitið til Ellu Bjartar í New York. Sökum mikillar umferðar tók ferðin mun lengri tíma en áætlað var, svo það helsta sem við gerðum var að fara út að borða á einhverjum latino-staðnum í Queens. Latinos eru einstaklega hávært fólk, og hafa greinilega mjög gaman að því að syngja afmælislagið, það var að minnsta kosti sungið sex sinnum með tilheyrandi sambatakti á meðan við vorum þarna inni. Held að það hafi bara verið af því að menn fengu ókeypis köku við tilefnið.
Daginn eftir fór ég á Roosevelt-hótelið þar sem ég hélt til næstu daga. Aðalástæðan fyrir New York förinni var nefnilega Fulbright-ráðstefna sem mér var boðið á ásamt mörgum öðrum styrkþegum af öllum þjóðernum. Ráðstefnan byrjaði að vísu ekki fyrr en daginn eftir svo við Ella hittumst aftur um kvöldið og sáum söngleik um guðrækna strákahljómsveit, hljómar skingilega en var ansi kætandi.
Ráðstefnan sjálf var nokkuð ágæt, ég lærði ýmislegt praktískt um hvernig er að vera erlendur framhaldsnemi í Bandaríkjunum og um bandaríska menningu. Já, hún er virkilega til, þótt sumir myndu frekar kalla hana ómenningu. Af einhverjum ástæðum hékk ég aðallega með fólki frá Suður-Ameríku. Suður-Ameríkubúar eru margir mjög "touchy-feely" svo mér dauðbrá stundum ef þeir vildu til dæmis vinalega strjúka á mér fótinn eða ef einhver sem ég þekkti varla óskaði eftir að faðma mig.
Verra þótti mér þó þegar Pakistani nokkur tók ástfóstri við mig -- ég hélt í alvöru að hann myndi biðja mig um að giftast sér á staðnum. Honum tókst meira að segja að finna afsökun til að troða sér inn í herbergið mitt og var bankandi á hurðina hjá mér síðasta morguninn. Annar Pakistani sagði að ég væri fullkomin af því að ég kynni að beina augunum frá augum hans. Ég fletti þessu upp síðar og samkvæmt pakistönskum kúltúr á konan að vera undirgefin karlmönnum og helst ekki hafa samskipti við þá. Liberal Pakistanar leyfa konum að tala við karlmenn en þá eiga þær ekki að horfast í augu við þá, það þykir of aggressívt, líklega. Mér finnst mjög áhugavert að þessir gaurar, sem voru eiginlega alveg út af kortinu, skuli örugglega vera með frjálslyndustu Pakistönum sem til eru. Þessi fyrri sætti sig til dæmis að lokum við að hann mætti ekki bjóða mér upp á drykki nema ég endurgyldi greiðann og við borguðum umganga til skiptis.
Ég hef annars lent nokkuð í að vera bögguð úti á götu, gaurar að stoppa mig og segja að ég sé sæt eða eitthvað, öskra eða flauta á mig úr bílum og svona þannig að mér dauðbregður. Ég er náttúrulega líka mikið ein á ferð og örugglega óvenjulega hvít og rauðhærð. Maður sér eiginlega ekki rauðhærða manneskju hér, írska ætterni Íslendinga er líklega að segja til sín.
Eftir ráðstefnuna skrapp ég aftur "heim" til Providence og kíkti á vídeókvöld með samnemendum mínum. Kvöldin eru sponsoreruð af deildinni svo við fáum alltaf ókeypis pizzur sem er kúl. Ég dreif mig svo daginn eftir á fartinn aftur og fór til Olgu og Garðars í Boston. Fékk mér bjór fjórða kvöldið í röð og fór út að dansa á bar sem var einum of "svartur", það er ekkert var spilað nema rapptónlist sem er nokkurn veginn eina tónlistarstefnan sem ég fíla ekki. Undantekningin er The Streets, en ég veit ekki hvort það telst með, enda bara einn breskur gaur að segja frá grasreykingum sínum og hversu illa honum gengur að pikka upp stelpur.
Ég kom svo aftur í gær eftir skinkudag hjá Olgu og Garðari (takk Olga fyrir að kenna mér nýtt orð, þá meira en viðheld ég íslenskunni). Eyddi deginum í dag í að flakka á milli Brown-skrifstofa og fór að lokum með Brandon í matvöruverslun, auðvitað risastóra a la USA. Ég hef aldrei verið jafn lengi að versla, enda þekkti ég ekki eina einustu vörutegund og mig vantaði allt. Ég held í alvörunni að ég hafi komið heim með 10 poka. Restinni af kvöldinu eyddi ég í að horfa á Sódómu Reykjavík til að komast í smá Íslandsfíling.
Á morgun er svo ferðinni heitið í IKEA með Brandon, aumingja hann þarf að hafa mig í eftirdragi hvert sem hann fer af því að hann á bíl en ekki ég. Ég hef sem sagt haft nóg að gera, svo mikið raunar að ég hef eiginlega ekki haft tíma til að fá heimþrá enn sem komið er. Þegar allt fellur í ljúfa löð (er löð virkilega orð? Ég hef aldrei sett það á prent áður) held ég þó að ég eigi eftir að sakna Íslands fögru hlíða, og auðvitað ykkar allra.
En þangað til, have a nice day!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.8.2007 | 17:34
Brottför
Ísland er land þitt
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.
Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk er sú lind, sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.
Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.
Magnús Þór Sigmundsson / Margrét Jónsdóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)