Hot Hot Heat

Í Providence er hrikalegur hiti, fór mest upp í 33°C í dag. Allt er að bráðna, sápan inni á klósetti, jógúrtið mitt, meiköppið mitt og ég sjálf. Fyrir Íslendinginn mig er frekar skrýtið að flýja INN í hús til að kæla sig niður. Nú sit ég með ofhitnuðu fartölvuna mína og er að reyna að lesa grein, en það gengur hægt sökum slens og slepju; rakastigið er nefnilega svakalega hátt líka.

Tæknilega séð er þetta reyndar ekki fartölvan mín, Brandon á hana eða er jafnvel með hana í láni líka. Ég fékk vægt hjartaáfall þegar ég komst að því í dag að ég hafði gleymt henni einhvers staðar á leiðinni frá íbúðinni minni að kaffihúsinu. Fann hana loks í skóbúð, varð sko smá "sidetracked" þar, ehemm. En ekki segja Brandon... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja Mjöll Kristinsdóttir

Hæ Heiða mín. Það er gott að þú ert farin að geta látið heyra í þér... skil þig vel með að upplifa mikinn skort útaf netleysi hehe .... skil reyndar líka vel að þú dragist inní skóbúðir, enda er þar hægt að kaupa hamingju í kassavís .

Kveðja Sesselja

Sesselja Mjöll Kristinsdóttir, 28.8.2007 kl. 23:51

2 identicon

Hvers vegna er ég ekki hissa á að þú skulir hafa gleymt fartölvunni í skóbúð ;D

Lilja sys (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband