30.11.2007 | 08:11
Ég heiti Heiða og ég er trúleysingi
Með þessari færslu vil ég bregðast við færslu Þórgnýs sem hvetur trúleysingja til að koma út úr skápnum. Ég er reyndar löngu komin út, en finnst rétt að minna á tvennt í ljósi þessarar fréttar, sérstaklega þessarar málsgreinar: "Ætla menn að banna litlu jólin og afnema jólafrí og páskafrí? Jólin eru hluti af okkar samfélagi, en ekki kjarasamningsatriði. Hér er þjóðkirkja og við erum ekki að hverfa frá kristnum gildum."
Fyrir það fyrsta, jól og páskar eru EKKI sérkristið fyrirbæri. Jól voru haldin hátíðleg áður en kristni barst til Íslands, sjá t.d. hér. Páskar eru sömuleiðis eldri en kristni, sjá hér. Ég er trúlaus og ég hef sama rétt og allir aðrir til að halda upp á það sem mér finnst gefa lífinu lit. Eða mega trúleysingjar ekki gleðjast með fjölskyldunni sinni, skiptast á gjöfum og borða ljúffengt gúmmulaði?
Í öðru lagi, ég get vel fallist á "kristin gildi" án þess að vera kristin. Ég get "elskað náungann" án þess að með því sé ég að viðurkenna tilvist yfirnáttúrulegra afla; þetta tvennt er bara algjörlega óskylt! Ég er trúleysingi og ég reyni að vera góð manneskja, ekki af því að guð vill að ég sé það, heldur af því að ég vil vera það.
Ráðherra segir Siðmennt misskilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.11.2007 | 05:05
Gallar í námsefni, ekki prófum
Nú veit ég ekki nákvæmlega hvað það þýðir að samræmd próf verði lögð af í núverandi mynd. Ég skil þó ekki alveg hugsunina á bak við það. Eru prófin ekki að mæla það sem þau eiga að mæla, nefnilega hvar nemendur standa miðað við hver annan í því námsefni sem þeim er sett fyrir? Ef ekki er betra að laga prófin frekar en að henda þeim í ruslið, því ekki höfum við betri tæki til að meta árangur svo að ég viti til.
Svo er annað að það má gagnrýna hvað er til prófs. Mér hefur lengi fundist ýmislegt kennt í grunnskólum sem mætti missa sín (tannvaramælt önghljóð, einhver?) á kostnað annars sem ætti að kenna (vísindaleg aðferð svo eitt dæmi sé nefnt). Ég held því að það ætti fyrst að huga að því hvað er kennt. Síðan mætti skoða hvernig það er mælt.
Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.11.2007 | 09:08
Framhaldsnemar sem fréttaritarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2007 | 08:13
Hvar má nálgast nánari upplýsingar?
Þunglyndi meðhöndlað með segulorku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2007 | 08:00
Hættulaust að borða 500 g af rauðu kjöti á viku
Þessi frétt er ónákvæm. Raunar segist AICR alls ekki bannfæra allt rautt kjöt, eða eins og sagt er í skýrslu frá þeim: "Although the report does not recommend eliminating either completely...". Enn fremur segir í skýrslunni: "In fact, the expert panel concluded that it is safe to eat 18 ounces [um 500 grömm] of lean red meat each week. But every ounce and a half over that amount increases your risk of cancer by 15 percent."
Bannfæra allt rautt kjöt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007 | 21:56
10 litlir negrastrákar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2007 | 01:49
Vannýttur mannauður
Ágrip: Margir íslenskir fræðimenn ílengjast á erlendri grundu að loknu doktorsnámien lítið er vitað um hagi þessa fólks og tengsl þeirra við Ísland og íslensktvísindasamfélag. Til þess að bæta úr þeim upplýsingaskorti hefurRANNÍS framkvæmt eftirfarandi rannsókn á högum íslenskra doktora erlendis. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og var Páll Rafnar Þorsteinsson ráðinn til þess að annast framkvæmd þess. Verkefnið byggir á viðtölum við íslenska fræðimenn sem starfað hafa erlendis. Viðtölin benda m.a. til þess að félagslegir og menningarlegir þættir móti val á
starfsvettvangi, ekki síður en faglegir þættir. Fram kemur að íslenskir fræðimenn á erlendri grundu tengjast heimalandinu sterkum tilfinningalegum böndum en, jafnframt, að lítið fer fyrir faglegum tengslum við vísindasamfélagið á Íslandi. Þá virðast margir hafa áhuga á því að auka sambandið með einhverju móti, en telja sig mæta margvíslegum hindrunum í því sambandi, svo sem skorti á krefjandi atvinnutækifærum, aðstöðu til rannsóknastarfa og ónógum áhuga á menntun og fræðimennsku. Niðurstöður eru þær að íslenskt samfélag geti í ríkari mæli virkjað þann mannauð sem býr í doktorsmenntuðum íslendingum, landi og þjóð til hagsældar, bæði með því að bæta umhverfið heima fyrir og einnig með því að styrkja og nýta betur tengsl við þá sem starfa við erlendar stofnanir. Margt má betur fara en sóknarfærin eru að sama skapi mörg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2007 | 08:04
Að lifa við eilíft myrkur
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 06:36
Need some heavy petting?
Brown University sér sjálfur um að senda mér ruslpóst á hverjum degi. Þetta er ein skrýtnasta auglýsingin sem ég hef séð í langan tíma:
Need some heavy petting?
Do you miss your best friend back home? Do you like to be slobbered on?
If so, join Brown staff and faculty members- and their dogs- on the
Main Green, Friday, 11/9, from 11:30am-1pm for some heavy petting! This
stress reduction program provides students the opportunity to take some
time away from their day to relax by petting and playing with dogs.
Brought to you by Health Education.
Fyrir þá sem ekki vita er heavy petting: "...the activity of kissing and touching someone sexually."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2007 | 23:59
Ungfrú ónefnd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)