Vannýttur mannauður

Mér var bent á áhugaverða skýrslu um af hverju íslenskir doktorar snúa ekki aftur til landsins að loknu námi. Við verðum að byggja upp íslenskt fræðasamfélag, og ég vona að Res Extensa sé hluti af þeirri þróun. Hér má sjá alla skýrsluna.

 

Ágrip: Margir íslenskir fræðimenn ílengjast á erlendri grundu að loknu doktorsnámien lítið er vitað um hagi þessa fólks og tengsl þeirra við Ísland og íslensktvísindasamfélag. Til þess að bæta úr þeim upplýsingaskorti hefurRANNÍS framkvæmt eftirfarandi rannsókn á högum íslenskra doktora erlendis. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og var Páll Rafnar Þorsteinsson ráðinn til þess að annast framkvæmd þess. Verkefnið byggir á viðtölum við íslenska fræðimenn sem starfað hafa erlendis. Viðtölin benda m.a. til þess að félagslegir og menningarlegir þættir móti val á

starfsvettvangi, ekki síður en faglegir þættir. Fram kemur að íslenskir fræðimenn á erlendri grundu tengjast heimalandinu sterkum tilfinningalegum böndum en, jafnframt, að lítið fer fyrir faglegum tengslum við vísindasamfélagið á Íslandi. Þá virðast margir hafa áhuga á því að auka sambandið með einhverju móti, en telja sig mæta margvíslegum hindrunum í því sambandi, svo sem skorti á krefjandi atvinnutækifærum, aðstöðu til rannsóknastarfa og ónógum áhuga á menntun og fræðimennsku. Niðurstöður eru þær að íslenskt samfélag geti í ríkari mæli virkjað þann mannauð sem býr í doktorsmenntuðum íslendingum, landi og þjóð til hagsældar, bæði með því að bæta umhverfið heima fyrir og einnig með því að styrkja og nýta betur tengsl við þá sem starfa við erlendar stofnanir. Margt má betur fara en sóknarfærin eru að sama skapi mörg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sammála því sem þú segir um þetta...

Það væri gaman ef Res Extensa byggði upp lista yfir menntafólk í útlöndum sem væri svo hægt að athuga hvort að hægt væri að virkja á einn eða annan hátt. Hefði líklega birt þetta þar en ég er ekki ennþá kominn með passwordið og loginnið þá hef ég ekki komist inná það síðan ég fór út til U.S.andA.

Gunnar Orn Ingolfsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Já, það er fín hugmynd, endilega sendu stjórninni póst um þetta á stjorn [hjá] resextensa.org Í leiðinni geturðu líka beðið um nýtt lykilorð.

Heiða María Sigurðardóttir, 12.11.2007 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband