Jæja loksins!

Loksins loksins ætlar ríkið að niðurgreiða sálfræðimeðferð. Samningurinn nær að vísu bara til barna og unglinga með alvarlegar geðraskanir, en það er fyrsta skrefið. Það er í raun alveg ótrúlegt að hingað til hafi fólk þurft að borga sálfræðimeðferð með því að seilast í eigin vasa á meðan meðferð hjá geðlæknum er niðurgreidd. Til hamingju Pétur Tyrfingsson og co.
mbl.is Ríkið semur við sálfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland, ég ELSKA þig!

Ó, aldagamla Íslands byggð
þér ævarandi eg heiti tryggð.
Þú þekkir ekkert illt
þér enginn getur spillt.
Styður öngvin stríð
staðföst, frjáls og blíð.

(Baggalútur

Ég fer heim í dag! 

 


Að berjast á réttum vígstöðvum

Ég er mikill jafnréttissinni, og tel að konur og karlar eigi erfitt uppdráttar á mismunandi sviðum. Ég man til dæmis eftir einni rannsókn þar sem vísindamönnum var gert að lesa yfir fræðilega grein. Helmingi þeirra var sagt að greinin væri eftir John Smith en hinum var sagt að hún væri eftir Jane Smith. Bæði karl- og kvenvísindamönnunum sem lásu yfir greinina sem þeir töldu vera eftir John Smith fannst hún yfirleitt afskaplega fín og vel skrifuð. Þegar greinin var aftur á móti eftir Jane Smith var hún bara svona allt í key, flestum fannst hún ekkert spes.

Þetta er, að ég held, dæmi um að ómeðvituð viðhorf geta mótað hegðun okkar (sjá til dæmis umfjöllun Árna Gunnars Ásgeirssonar um IAT á heimasíðu Res Extensa). Ég er nokkuð viss um að vísindamennirnir sem mátu greinina hafi alls ekki ætlað sér að vera ósanngjarnir. En svo virðist sem kynferði hafi þarna haft áhrif á dóm þeirra um ágæti verka höfundarins.

Að berjast fyrir jafnrétti er gott. Ég held þó að Femínistafélag Íslands leggi ekki alltaf áherslu á rétta hluti. "Pick your battles", segja Kanarnir, og ég held að það sé nokkuð til í því. Í stað þess að berjast gegn kortafyrirtækjum, væri ekki betra að reyna að gera fólk, bæði karla og konur, meðvitað um að það dæmir bæði aðra og jafnvel sjálfan sig út frá staðalmyndum -- staðalmyndum sem stundum er jafnvel eitthvert smávegis vit í -- en staðalmyndum samt sem áður. Það alhæfir um sundurleitan hóp, svo sem konur eða karla, þegar raunin er að munurinn á milli hópa er langtum minni en munurinn innan hópanna. Þetta tel ég vera að ráðast að rótum vandans.


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál

Internetið eða ritgerðarskrif

Ég er meira að segja farin að aftengja þráðlausa netið til að koma einhverju í verk. 


Kennsluaðferðir og námsefni

Viðbót við fyrri færslu mína: Pétur Tyrfings skrifaði áhugaverðan pistil um sama málefni. Ég vil, í tilefni þeirrar færslu, árétta að það sem ég kalla áherslu á skilning er ekki sú stefna að nemendur eigi alltaf að uppgötva allt sjálfir -- finna t.d. sjálfir upp sína eigin aðferð til að margfalda eða eitthvert annað slíkt bull. Það eru til góðar aðferðir til að margfalda og það eru til slæmar aðferðir, og það er kennarans að skilja þar á milli.

Aftur á móti þurfa nemendur líka að skilja hvað þeir eru að gera -- hvað margföldun (eða þróunarkenningin, eða atviksorð, eða whatnot) er í stað þess að beita í blindni aðferðum sem þeir skilja ekki einu sinni í grundvallaratriðum. Til dæmis er grundvallaratriði margföldunar að hún er endurtekin samlagning. Það þýðir EKKI að besta leiðin til margföldunar sé að leggja saman tölurnar. Nei, þá er nú bara gamla páfagaukaaðferðin góð og gild.

Ég hef séð sumar núverandi kennslubækur, t.d. í stærðfræði, og þar er nær undantekingarlaust ekki útskýrt hvernig dæmi skuli leyst né af hverju tiltekinni aðferð skuli beitt. Einnig er stokkið úr einu í annað í stað þess að þjálfa krakka í tiltekinni aðferð/taka fyrir tiltekið efni. Hvað eiga krakkar að læra af slíkum bókum?

Það sem ég kalla áherslu á skilning felst meðal annars í því að læra aðferðir en ekki svör. Ég hef til dæmis tekið eftir því að krakkar halda að svar við stærðfræðidæmi skipti mestu máli, ekki hvernig komist var að því svari. Stærðfræðidæmi eru aftur á móti flest algjörlega "hypothetical" og markmiðið með þeim er að kenna reikniaðferðir svo menn geti reiknað önnur svipuð dæmi. Af hverju má þá ekki hafa fleiri sýnidæmi í bókum og jafnvel svörin við dæmunum aftast í bókinni? Þetta myndi ekki bara gagnast krökkum að leggja áherslu á leiðina að svarinu, ekki svarið sjálft, heldur einnig foreldrum sem oftar en ekki þurfa að hjálpa börnum með heimanámið en eru illa í stakk búnir til þess vegna þess að aðferðirnar eru aldrei útskýrðar.

TIL UMHUGSUNAR (viðbót við viðbótina):

On average across OECD countries, 25% of students (and over 40% in Iceland and Denmark) did not agree with the statement “advances in science usually bring social benefits”.

Gender differences in attitudes to science were most prominent in Germany, Iceland, Japan, Korea, the Netherlands and the United Kingdom, and in the partners Chinese Taipei, Hong Kong-China and Macao-China, where males reported more positive characteristics on at least five aspects of attitude.

The use of performance data for decisions on instructional resource allocations tended to be less common. On average across OECD countries, 30% of 15-year-olds were enrolled in schools that reported such practices, but this varied from over 85% in the partner countries Chile and Indonesia to less than 10% in Greece, Iceland, Japan, Luxembourg, Finland, Hungary and the Czech Republic

PISA 


mbl.is Vonsvikin með PISA-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennum börnum gagnrýna hugsun og vísindalega aðferð

Annar bloggari velti fyrir sér hvort PISA-prófið sé fyllilega sambærilegt á milli landa, og það getur vel verið réttmæt gagnrýni. Ég verð þó að segja að niðurstaðan kemur mér ekki sérlega á óvart. Mér hefur oft virst sem meiri áhersla sé lögð á að kenna grunnskólabörnum staðreyndir heldur en hvernig komist var að þeim. Það er ekkert að staðreyndum sem slíkum, en ég held þó að páfagaukalærdómur sé of mikill á kostnað kennsluhátta sem reyna á skilning á aðferðafræði vísinda og gagnrýna hugsun. Ég veit vel að grunnskólanum er ekki bara ætlað að mennta framtíðarvísindamenn, en ég held þó að börn hafi gott af því að velta fyrir sér vandamálum og spyrja: "Af hverju er þetta svona?" Við viljum öll að grunnskólinn skili af sér hugsandi einstaklingum sem gleypa ekki gagnrýnislaust við öllu sem þeim er sagt.
mbl.is Ísland undir meðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo satt, því miður

Björn sendi mér þessa myndasögu áðan (XKCD). Ég vildi að þetta væri ekki satt, en það er það samt. Sem betur fer eru bara rúmar tvær vikur þar til ég flýg heim.


Nýtt spjallborð fyrir framhaldsnema

Ég var að stofna nýtt spjallborð fyrir framhaldsnema (í hvaða grein sem er). Endilega kíkið og kynnið ykkur:

 

framhaldsnemar.myfreeforum.org

Látið þetta ganga!


Dæs

Allir sem hafa reynt að lesa sameindalíffræðigreinar vita að sameindalíffræðingar eru með æði fyrir skammstöfunum. Hér er t.d. ein klassísk setning: "Here, we show that the NF-kB and IkB homologs Dorsal and Cactus surround postsynaptic glutamate receptor (GluR) clusters at the Drosophila NMJ."

Ég kemst í jólafíling

Ég verð að benda á sérlega kósí aðventulag Baggalúts. Á síðunni má einnig finna fyrri jóla- og áramótalög. Og já, trúleysingar hlakka líka til jólanna. Joyful

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband