Ég heiti Heiða og ég er trúleysingi

Með þessari færslu vil ég bregðast við færslu Þórgnýs sem hvetur trúleysingja til að koma út úr skápnum. Ég er reyndar löngu komin út, en finnst rétt að minna á tvennt í ljósi þessarar fréttar, sérstaklega þessarar málsgreinar: "Ætla menn að banna litlu jólin og afnema jólafrí og páskafrí? Jólin eru hluti af okkar samfélagi, en ekki kjarasamningsatriði. Hér er þjóðkirkja og við erum ekki að hverfa frá kristnum gildum."

Fyrir það fyrsta, jól og páskar eru EKKI sérkristið fyrirbæri. Jól voru haldin hátíðleg áður en kristni barst til Íslands, sjá t.d. hér. Páskar eru sömuleiðis eldri en kristni, sjá hér. Ég er trúlaus og ég hef sama rétt og allir aðrir til að halda upp á það sem mér finnst gefa lífinu lit. Eða mega trúleysingjar ekki gleðjast með fjölskyldunni sinni, skiptast á gjöfum og borða ljúffengt gúmmulaði?

Í öðru lagi, ég get vel fallist á "kristin gildi" án þess að vera kristin. Ég get "elskað náungann" án þess að með því sé ég að viðurkenna tilvist yfirnáttúrulegra afla; þetta tvennt er bara algjörlega óskylt! Ég er trúleysingi og ég reyni að vera góð manneskja, ekki af því að guð vill að ég sé það, heldur af því að ég vil vera það.


mbl.is Ráðherra segir Siðmennt misskilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hvet líka alla truleysingja til að gera það sama + að hvetja aðra til þess að skoða þessi mál með trúboð í skólum með réttu hugarfari, þetta er trúarleg valdníðsla

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 08:47

2 identicon

Ég er trúleysingi og fyrir löngu kominn út úr skápnum.  Það er mjög leiðinlegt að sjá skrif hérna á blogginu og víðar (og seinustu áramótaræðu biskups) þar sem talað er um trúleysingja sem siðleysingja og rót alls ills.  Það er kannski ekki skrítið að fullorðið fólk hugsi svona núna enda hefur þorri Íslendinga verið heilaþveginn af kirkjunni frá unga aldri (t.d. í skólum).

Ra (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 09:44

3 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Ef trúarbrögð eru það eina sem kemur í veg fyrir að trúað fólk gengur ekki um bæinn, rænandi og drepandi, þá hljóta trúaðir að vera eins og tímasprengja, því hvað gerist þá ef þeir missa trúna?

Samkvæmt þessu virðast trúleysingjar vera á hærra plani, því það er eitthvað annað en trúin sem fær okkur til að hegða okkur siðsamlega.

Ásta Kristín Norrman, 30.11.2007 kl. 10:42

4 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Ég hef sagt þetta áður og segi enn:

Okkar boðorð [myndhverfing] eru stjórnarskrá og lög. Það góða við þau er að séu þau gölluð þá má breyta þeim. Það er aftur á móti engu tauti við þá komið, krosslaf og félaga sem eru dauðir, risnir og dauðir aftur.

Og takk fyrir, Heiða að bregðast við ákallinu.

Þórgnýr Thoroddsen, 30.11.2007 kl. 11:36

5 Smámynd: Elis, Lilja og co.

Tek algjörlega undir þetta hjá þér. Og rosalega er þetta góður punktur hjá Ástu um hvort trúleysingjarnir séu þá á hærra plani ;)

Elis, Lilja og co., 1.12.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband