Færsluflokkur: Bloggar
27.9.2007 | 16:13
Ég er lúði aldarinnar
Í dag var próf. Ég lærði fullt fyrir það, þar á meðal í alla nótt. Fór að sofa kl. 8 í morgun. Og hvað geri ég svo eftir allt vesenið? Ég sef yfir mig!!!!! #$%"#$T%#$%#$%#$&% Ég mætti 15 mínútum of seint og var svo stressuð eftir að hafa vaknað svona óþægilega að ég átti í mestu vandræðum með að einbeita mér.
Flott að fokka upp fyrsta prófinu í nýja náminu. Way to go...
Viðbót: Málið var að það er alltaf þessi helvítis byggingarvinna við hliðina á húsinu mínu, og þeir byrja stundvíslega klukkan fimm á morgana. Ég var þess vegna með eyrnatappa og jafnvel þótt ég hafi stillt vekjaraklukkuna mína (reyndar þrjár vekjaraklukkur!) extra hátt virðist ég hafa sofið sætt og rótt út allt pípið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2007 | 22:46
Drulluerfitt
Jæja, nú er námið farið að verða erfitt. Var í tíma áðan og var alveg týnd, eða svona hér um bil, skildi nú eitthvað. Við erum eins og er að fara mjög nákvæmlega yfir formgerð ýmiss konar jónahliða, hversu mörg subunit þau hafa, hvaða domain eru á þeim, hvaða amínósýrur þau innihalda, hvernig þrívíð uppbygging þeirra er og hvernig menn komust að þessu öllu saman. Það felur í sér alls konar sameindalíffræðiaðferðir sem ég kann engin almennileg skil á, site-directed mutagenesis, cDNA cloning blabla.
Annað sem veldur mér smá kvíða er að ég þarf að funda með leiðbeinandanum mínum á föstudaginn og ákveða einhvers konar verkefni til að vinna að í labbanum. Ég stakk meira að segja eiginlega upp á þessu sjálf, silly me. Ég þarf náttúrulega að ákveða mig fyrr eða síðar svo þetta er örugglega bara gott mál. Mér finnst ég bara vita of lítið til að taka upplýsta ákvörðun.
Svo er próf í næstu viku upp úr bók sem ég hef eiginlega ekki opnað enn. Vúppdídú. Það er í kerfistaugavísindum (e. systems neuroscience) sem er allavega nokkuð sem ég kann pínulítið í, meira svona ýmis skynkerfi, minniskerfi o.fl.
OK, svo á to do listanum er sem sagt:
- Ákveða verkefni
- Taka próf
- Læra helstu atriðin:
- MATLAB
- AFNI
- Sameindalíffræði
- Erfðafræði
- Rafeðlisfræði
- Lesa fullt af greinum og skólabókum
- Eiga vonandi einhvern tíma til að sofa/borða/eiga mér líf (ólíklegt)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.9.2007 | 20:30
Starfræn segulómmyndun
Fyrir þá sem halda að starfræn segulómmyndun (fMRI) sé flöff, think again. Allavega er nógu andskoti erfitt að læra á þetta drasl. Það er ekki nóg með að maður þurfi að skilja a.m.k. grundvallaratriðin í eðlisfræðinni á bak við fMRI og kunna að forrita birtingu áreita í rannsókninni, heldur verður maður að læra að vinna úr því gífurlega magni gagna sem tækið spýtir út úr sér.
Ég er núna að læra á forrit sem kallast AFNI sem er ekkert sérlega notandavænt, reyndar bara alls ekki neitt. Flest þar er command-based, sem sagt lítið um fína og flotta glugga með tökkum. Ég þarf að læra á UNIX í leiðinni og hvernig skipunum UNIX tekur við. Blegh. En þegar og ef ég læri nokkurn tíma á þetta get ég hrósað happi því AFNI er mjög öflugt forrit auk þess sem það er frjálst og ókeypis. Ef við ákveðum einhvern tíma að stilla skannana á Íslandi fyrir fMRI er örugglega auðveldara að nota frítt forrit heldur en eitthvert 5000 dollara fancy-pants forrit sem fjársveltur Háskólinn hefur ekki efni á að borga undir mann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2007 | 05:04
Loksins smá skellur
Ég vissi alltaf að fyrr eða síðar myndi ég verða fyrir einhvers konar menningarsjokki hér úti í Bandaríkjunum og mikið rétt, það kom að því, en það náði samt að koma mér í opna skjöldu. Allir sem þekkja mig vita að ég er daðrari í eðli mínu og get verið mjög touchy-feely án þess að meina neitt með því. Eins og örugglega 50% íslensku þjóðarinnar á ég líka "djammboli" sem eru oftar en ekki frekar flegnir og aðsniðnir, ég geng í þröngum gallabuxum og hælaskóm o.s.frv. Heima er þetta frekar eðlilegt. Hér fæ ég á mig skækjustimpil; það er að því er virðist gengið út frá því að ég sé til í tuskið.
Ég fékk virkilega yfir mig ræðu frá einum samnemanda mínum að ég þyrfti að hugsa minn gang og fara að klæðast íhaldssamari fötum. Hann sagði líka að sín á milli hefðu strákarnir verið að tala um þetta heillengi og velt því fyrir sér hver lendi í að segja mér þetta. WTF?!?!?!?! Sorry, þetta gerir mig bara rosalega leiða og reiða á sama tíma. Á ég að breyta því hver ég er til að passa við einhverja fokkings staðalmynd af undirgefinni eiginkonu? Mér líður eins og ég sé komin aftur í sjöunda bekk þar sem ég var bara skrýtna stelpan sem passaði ekki inn í hópinn og enginn skildi. Það jaðrar við að mig langi til að koma bara allsber í skólann og tússa á mig stórt fokkjú.
Afsakið að ég sé að dömpa þessu á alla sem lesa bloggið mitt, foreldrar mínir innifaldir örugglega hahaha. Þurfti bara aðeins að rasa út. Burtséð frá þessu eru samnemendur mínir hið besta fólk. Já, og Björn er kominn í heimsókn sem gerir mig hamingjusamari en orð fá lýst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.9.2007 | 18:17
Ekkert að smá forræðishyggju
![]() |
Volvo-bílar hafa vit fyrir ökumönnum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2007 | 12:45
Mér finnst þetta fyndið. Það þýðir að ég þarf að fara að sofa.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2007 | 22:18
Dregur blaðamennska úr trúverðugleika vísinda?
Þessi frétt finnst mér vera dæmi um það sem gæti verið ágætis rannsókn, en það er svo asnalega sagt frá henni að hún er gerð hjákátleg. Ég stórefast um að helsta ályktunin sem mannfræðingarnir drógu af rannsókn sinni hafi verið að menn séu gáfaðri en apar. Sú setning er að öllum líkindum tilraun blaðamanns til að vera fyndinn og fá fólk til að lesa fréttina, svona eins og fólk vill lesa fréttir á borð við "Paris Hilton er rosa góður kokkur" eða "Hundurinn Lúkas eignast vin".
Vísindi eru ekki háheilög og það má alveg gera grín að þeim við vissar aðstæður; það er ekkert að gagnrýni. Það er annað mál þegar snúið er út úr vísindarannsóknum á þann hátt að það lítur út fyrir að þær snúist um eitthvað allt annað en þær gerðu í raun. Slíkt getur dregið út trúverðugleika vísindamanna í augum almennings og, ef við viljum vera svartsýn, að lokum einnig dregið úr fjármögnun vísindarannsókna.
Endilega höldum samt áfram að segja frá vísindum því að vísindi eru skemmtileg í sjálfu sér.
--------------------------------------------------------------
Ég spyr: Hvernig eigum við að fá blaðamenn til að skrifa betri fréttir um vísindi án þess að fæla þá frá því að nenna/vilja takast á við að skrifa slíkar fréttir?
--------------------------------------------------------------
![]() |
Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 18:51
Pippi Longstocking
Málin standa svo: a) Ég sef á röngum tíma sólarhringsins og b) ég stend mig æ oftar að því að hugsa á ensku.
Vinkona mín (einnig rauðhærð), Ingilína Viktoría Kóngódía Engilráð Eiríksdóttir Langsokkur, eða Pippi Longstocking as I like to think of her now, kannaðist við svona svefnvandamál. Hún svaf reyndar ekki bara á öfugum tíma sólarhringsins, heldur einnig öfug í rúminu, með hausinn undir sænginni og fæturna á koddanum. Ég er ekki svo langt leidd, en slíkt gæti verið í uppsiglingu. Pippi bjó líka ein svo að hún skipaði bara sjálfri sér að fara að sofa. Ég hef reynt það. Það virkar ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)