Loksins smá skellur

Ég vissi alltaf að fyrr eða síðar myndi ég verða fyrir einhvers konar menningarsjokki hér úti í Bandaríkjunum og mikið rétt, það kom að því, en það náði samt að koma mér í opna skjöldu. Allir sem þekkja mig vita að ég er daðrari í eðli mínu og get verið mjög touchy-feely án þess að meina neitt með því. Eins og örugglega 50% íslensku þjóðarinnar á ég líka "djammboli" sem eru oftar en ekki frekar flegnir og aðsniðnir, ég geng í þröngum gallabuxum og hælaskóm o.s.frv. Heima er þetta frekar eðlilegt. Hér fæ ég á mig skækjustimpil; það er að því er virðist gengið út frá því að ég sé til í tuskið.

Ég fékk virkilega yfir mig ræðu frá einum samnemanda mínum að ég þyrfti að hugsa minn gang og fara að klæðast íhaldssamari fötum. Hann sagði líka að sín á milli hefðu strákarnir verið að tala um þetta heillengi og velt því fyrir sér hver lendi í að segja mér þetta. WTF?!?!?!?! Sorry, þetta gerir mig bara rosalega leiða og reiða á sama tíma. Á ég að breyta því hver ég er til að passa við einhverja fokkings staðalmynd af undirgefinni eiginkonu? Mér líður eins og ég sé komin aftur í sjöunda bekk þar sem ég var bara skrýtna stelpan sem passaði ekki inn í hópinn og enginn skildi. Það jaðrar við að mig langi til að koma bara allsber í skólann og tússa á mig stórt fokkjú. 

Afsakið að ég sé að dömpa þessu á alla sem lesa bloggið mitt, foreldrar mínir innifaldir örugglega hahaha. Þurfti bara aðeins að rasa út. Burtséð frá þessu eru samnemendur mínir hið besta fólk. Já, og Björn er kominn í heimsókn sem gerir mig hamingjusamari en orð fá lýst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin til Bandaríkjana, heimaland double standardanna (þekki það af eigin raun)... Nú reynir á að vera bara með nógu mikið' fuck you attitúd útí þetta helvítis lið sem er að reyna að fá þig til að conforma. Er ég búinn að ná að sletta nógu mikið?

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 05:20

2 identicon

Já þetta kemur mér soldið á óvart...

Eru ekki stelpur í skólanum hjá þér í klofsíðum stuttbuxum? Hér í biblíubeltinu er það mjög vinsælt...

Björg hafði miklar áhyggjur af einmitt þessum málum þangað til að hún mætti í tíma og sá hinar stelpurnar... kannski erum við Íslendingar eitthvað að misskilja, kannski er bara bannað að vera í flegnu að ofan en hitt að neðan er ekki neitt viðkvæmnismál? :)

Það þarf eitthvað að athuga þetta nánar allavega :)

Gunnar Orn Ingolfsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 17:12

3 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Jæja, ég er aðeins búin að jafna mig. Já, ég ætla ekki alveg að vera eins og sauður í hjörð, þótt eflaust þurfi maður að aðlagast eitthvað. Hárrétt athugað hjá þér, Gunnar, þetta með klofsíðu stuttbuxurnar! Ég myndi aldrei þora að ganga í slíkri flík haha.

Heiða María Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 19:11

4 identicon

Arg, ég verð bara pirruð með þér. Skil vel að þér líði eins og þú sért dottin aftur í tíma. Auðvitað finnst manni að þú eigir bara að vera þú sjálf og fólk verði bara að taka þér eins og þú ert. En svo má kannski skoða þetta út frá öðru sjónarhorni, önnur menning og allt það. Eflaust erfiðara að átta sig þegar menningin er þrátt fyrir allt frekar lík. En t.d. ef maður færi til Saudi Arabíu myndi maður væntalega láta sig hafa það að setja á sig svona höfuðfat (sem ég man ekki hvað heitir), blæju og skósíðan kirtil þegar maður færi út á meðal almennings. Vissulega þarf maður að aðlagast eitthvað í nýju landi, maður er víst bara gestur þar.

En þú ert æðislegust og flottust nákvæmlega eins og þú ert :-*

Lilja systir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 20:23

5 identicon

Ussussuss, tvilik vitleysa (skrifad a enska tolvu). Audvitad att thu ekkert at thurfa ad breyta ther fyrir einhverja double standards. Verd bara hissa tegar eg heyri um tetta. Herna i Englandi ma madur thakka fyrir ad detta ekki ofan i brjostaskorurnar a stelpunum herna, serstaklega a kvoldin.

And don't get me started on the hot pants! Sjisus kraest!

Lilja Rotta (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 11:22

6 identicon

Klofsíðar stuttbuxur??? Sé þetta ekki alveg fyrir mér.

Hikstaði líka aðeins á þessu djammbólíi sem þú átt fullt af. Þurfti að færa áhersluna kerfisbundið milli atvæða til að fatta.

Gangi þér vel og vertu bara áfram flott.

Jóhanna (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband