31.7.2007 | 21:07
Svindlaraheilkennið
Fyrst ég er nú á annað borð að tjá mig um heilkenni þá held ég að ég sé komin með svindlaraheilkennið (e. impostor syndrome). Svindlaraheilkennið hrjáir meirihluta framhaldsnema og einkennist af þeim hugmyndum að maður hafi einhvern veginn villt á sér heimildir og svindlað sér inn í viðkomandi skóla; í raun sé maður þess óverðugur að vera þar og sé mun ómerkilegri og heimskari en aðrir hafa gert sér grein fyrir.
Á Wikipediu segir: "This syndrome is thought to be particularly common among women who are successful in their given careers and is typically associated with academics." Ég lofa að reyna að hætta að hugsa svona, ætla ekki að fara að renna stoðum undir einhverja staðalmynd. Allavega veit ég þó að öllum í náminu mínu á eftir að líða nákvæmlega eins.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 3.8.2007 kl. 14:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.