Færsluflokkur: Bloggar

Hættulaust að borða 500 g af rauðu kjöti á viku

Þessi frétt er ónákvæm. Raunar segist AICR alls ekki bannfæra allt rautt kjöt, eða eins og sagt er í skýrslu frá þeim: "Although the report does not recommend eliminating either completely...". Enn fremur segir í skýrslunni: "In fact, the expert panel concluded that it is safe to eat 18 ounces [um 500 grömm] of lean red meat each week. But every ounce and a half over that amount increases your risk of cancer by 15 percent."

Hér er skýrslan


mbl.is Bannfæra allt rautt kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 litlir negrastrákar

Tvíhöfði með bókagagnrýni.

Vannýttur mannauður

Mér var bent á áhugaverða skýrslu um af hverju íslenskir doktorar snúa ekki aftur til landsins að loknu námi. Við verðum að byggja upp íslenskt fræðasamfélag, og ég vona að Res Extensa sé hluti af þeirri þróun. Hér má sjá alla skýrsluna.

 

Ágrip: Margir íslenskir fræðimenn ílengjast á erlendri grundu að loknu doktorsnámien lítið er vitað um hagi þessa fólks og tengsl þeirra við Ísland og íslensktvísindasamfélag. Til þess að bæta úr þeim upplýsingaskorti hefurRANNÍS framkvæmt eftirfarandi rannsókn á högum íslenskra doktora erlendis. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og var Páll Rafnar Þorsteinsson ráðinn til þess að annast framkvæmd þess. Verkefnið byggir á viðtölum við íslenska fræðimenn sem starfað hafa erlendis. Viðtölin benda m.a. til þess að félagslegir og menningarlegir þættir móti val á

starfsvettvangi, ekki síður en faglegir þættir. Fram kemur að íslenskir fræðimenn á erlendri grundu tengjast heimalandinu sterkum tilfinningalegum böndum en, jafnframt, að lítið fer fyrir faglegum tengslum við vísindasamfélagið á Íslandi. Þá virðast margir hafa áhuga á því að auka sambandið með einhverju móti, en telja sig mæta margvíslegum hindrunum í því sambandi, svo sem skorti á krefjandi atvinnutækifærum, aðstöðu til rannsóknastarfa og ónógum áhuga á menntun og fræðimennsku. Niðurstöður eru þær að íslenskt samfélag geti í ríkari mæli virkjað þann mannauð sem býr í doktorsmenntuðum íslendingum, landi og þjóð til hagsældar, bæði með því að bæta umhverfið heima fyrir og einnig með því að styrkja og nýta betur tengsl við þá sem starfa við erlendar stofnanir. Margt má betur fara en sóknarfærin eru að sama skapi mörg.


Need some heavy petting?

Brown University sér sjálfur um að senda mér ruslpóst á hverjum degi. Þetta er ein skrýtnasta auglýsingin sem ég hef séð í langan tíma:

Need some heavy petting?

Do you miss your best friend back home? Do you like to be slobbered on?
If so, join Brown staff and faculty members- and their dogs- on the
Main Green, Friday, 11/9, from 11:30am-1pm for some heavy petting! This
stress reduction program provides students the opportunity to take some
time away from their day to relax by petting and playing with dogs.
Brought to you by Health Education.

Fyrir þá sem ekki vita er heavy petting: "...the activity of kissing and touching someone sexually." 


Ungfrú ónefnd

Maggi bró og Berglind eignuðust litla stelpu 6. nóvember. Til hamingju! Enn einn nóvemberfjölskyldumeðlimurinn, við hljótum að vera sérlega frjó í febrúar.

Ammli ammli ammli

Að íslenskum tíma er ég orðin 25 ára. Það er svona... fullorðins...

Blökubombur

Leðurblökur hefðu getað bundið enda á seinni heimsstyrjöldina ef marka má þessa grein. Hef ekki lesið hana í gegn enn, en þetta virðist áhugavert stöff.

Couldn't those millions of bats be fitted with incendiary bombs and dropped from planes? What could be more devastating than such a firebomb attack?


SfN

30.000 gestir.

16.000 kynningar á rannsóknum.

Þetta er Society for Neuroscience ráðstefnan beibí, og ég er á leiðinni þangað. 


Íslandsför

Þá er það komið á hreint. Ég lendi í Leifsstöð þriðjudaginn 19. desember eldsnemma um morguninn kl. 06:40. Ég flýg svo aftur út sunnudaginn 6. janúar kl. 17:00.

Ég hlakka til! LoL


Halloween

Halloween er eftir nokkra daga en við gradnemarnir tókum forskot á sæluna í gær og fórum á grímuball. Í dag þarf ég að taka afleiðingunum (timburmenn) en gærkvöldið var samt einkar skemmtilegt eins og sjá má á þessum myndum. Hér fyrir neðan má sjá eina af herbergisfélögunum á Society for Neuroscience ráðstefnunni. 

halloween_kai_jen_lach_heida

Frá vinstri: Kaivon, Jennifer, Heiða, Lach.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband