Í apalabbinu

Ég er búin að færa mig yfir í Sheinberg-labbið í bili og vinn nú með makakapanum Jack. Ég er búin að eyða nokkrum dögum í að vingast við hann og aðra apa, en í dag tók ég hann sjálf út úr búrinu í fyrsta skipti. Það tókst nokkuð vel, en ótrúlega eru þessir apar snöggir! Jack er svolítið dekraður og fær alltaf að tjilla í nokkrar mínútur áður en hann fer að vinna fyrir djúsinu sínu. Þá situr hann í apastólnum sínum og heldur í hendurnar á manni á meðan hann maular ef til vill á nokkrum eplabitum. Jack vildi ekkert vinna í dag; hann ýtti aldrei á takkana sína heldur sat bara í makindum og dottaði. Mig grunar að hann sé á einhverjum slæmum styrkingarstilmálum því hann fær alltaf eitthvað eftir á, alveg sama hvort honum gengur vel eða illa að leysa verkefni dagsins. Við reynum svo aftur á morgun, sjáum hvort hann verði í stuði.

Í baði

Ég sit í baðkari en ég er ekki að baða mig. Af hverju? Af því að hér er mesti friðurinn fyrir fokkings vegavinnunni sem byrjar stundvíslega klukkan tíu á kvöldin og klárast ekki fyrr en sex á morgnana! Svona verður þetta í fjórar vikur. Ég er búin að troða klósettpappír í eyrun í mér en heyri samt í véladrunum. *Setjið inn uppáhalds blótsyrðin ykkar hér.*

Frábært fyrir HÍ :-)

Mig langar bara að óska Háskóla Íslands til hamingju með þetta skref í áttina að því að gera skólann að alvöru rannsóknarháskóla. Flott framtak. Svo er bara vonandi að enn fleiri tvíhliða samningar gangi í gildi. Svo skulum við vona að HÍ verði orðinn súperflottur þegar ég klára námið mitt hér úti -- ef það verður þá einhvern tíma. FootinMouth
mbl.is HÍ og Caltech í nánara samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frettin haettulegri en farsimar

Svona frettaflutningur er otholandi. Tugir annarra rannsokna benda til ad farsimar seu haettulausir. Thad ad einn karl segi eitthvad annad er afar osannfaerandi. Hvada rannsoknir hefur hann gert? Hafa thaer birst i jafningjaryndum visindaritum? Fyrirsogn frettarinnar er auk thess alveg ut i hott og gerir litid ur krabbameinshaettu reykinga. Kannski er thetta bara eitthvert sick aprilgabb hja Moggafrettamonnum.
mbl.is Farsímar hættulegri en reykingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Molotov-kokkteilum varpað á hús íslensks vinar míns hér í Providence

Fyrir þá sem ekki vita eru Molotov-kokkteilar sprengjur. Kræst segi ég nú bara. Mjög óhuggulegt. Sjá nánar hér.

Til ad fa eitt a hreint

Eg er naestum allaf skrad sem 'busy' a MSN. Thad thydir ekki alltaf ad eg se of upptekin til ad tala vid ykkur. Bara stundum. Wink

Nostalgía

Það mætti halda að ég hafi allan tímann í heiminum til að hanga á YouTube... en þar fann ég upphafsstefin af nokkrum gömlum teiknimyndaseríum:

Ég læt svo fylgja íslensku útgáfuna af Brakúla greifa. Ég kann enn allan íslenska textann utanað! Svo verð ég líka að benda á Gúmmíbirnina, því Sóla (guli stelpubangsinn) var í algjöru uppáhaldi.


Topp 5 amerískt matarkyns

Ég er svöng. Þess vegna get ég ekki hugsað um neitt annað en mat, og af sömu ástæðu ákvað ég að gera þennan lista:

  1. Kirsuberjakók. Dísætt svo liggur við klígju, en ljúffengt! Best er að toppa það með alvöru kirsuberi. Hægt er að fá sömu niðurstöðu með því að blanda grenadínsýrópi við kóladrykk.
  2. Rama-sósa. Tæknilega séð tilheyrir sósan austurlenskri matargerð en hún er fullkomin blanda af sætleika og kryddi.
  3. Súkkulaðihúðaðir hlaupbangsar. Við fundum upp á súkkulaðihúðuðum lakkrís. Af hverju datt okkur þetta ekki í hug?
  4. Súkkulaðihúðaðar saltkringlur. Best er að halda sig við súkkulaðihúðina. Bandaríkjamenn dýrka súkkulaði.
  5. Sam Adams. Ekkert endilega besti bjór í heimi, en ansi þokkalegur og tákn norðausturstrandarinnar.
Ég er annars enn lasin svo samkvæmt bandarískri hefð ætti einhver að gera handa mér kjúklingasúpu. Því miður er bara enginn hér til að gera það. Errm

Og hannbareikka ööö og ébareikka OMG

Eitt sinn heyrðum við hvað Dögg litla frænka mín var allt í einu farin að tala mikið um "hamborgara, hamborgara, hamborgara". Þetta fannst okkur undarlegt þar til við heyrðum Elísu Auði og Ólöfu Svölu eldri frænkur mínar tala saman á gelgjumáli, samanber unglingsstúlkurnar hér fyrir ofan. 


Þessi gaur gerir allt fyrir peninga

Veistu ekki aura þinna tal? Kannski langar þig til að kaupa eitthvað af því sem David Horvitz hefur á boðstólum, til dæmis þetta:

If you give me $2,443 I will rent a car in Iceland and try to drive around the whole country. I will send you photos documenting this and a map of where I made it to. I will send this from there.

Eða kannski þetta?

If you give me $1 I will sit in silence and think about you for one minute. I will send you an email when I start this, and I'll send you another email when I'm done.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband