Grundvallaratriði þróunar

Afsakaðu hvað ég er sein til svara, er bara búin að vera upptekin (og ætti í raun að vera að lesa einar fjórar greinar á þessari stundu, en hvað um það).

Mofi segir:

Hver myndi vera aðal ástæðuna fyrir því að darwinisk þróun er líklegri?  Ég er sérstaklega forvitinn að vita hvernig þú sérð þetta þar sem þú hefur þekkingu á hversu flókið þetta allt er, virkar það ekki á þig eins og það var hannað?

Það er því miður ekki rétt að ég hafi einhvern sérstakan skilning á hvernig þetta allt saman virkar; ég er ekki líffræðingur og þótt ég viti nú ýmislegt hef ég einungis almenna þekkingu á þróun. Burtséð frá því þá skil ég vel að fólk telji að flókin fyrirbæri hljóti að vera hönnuð af einhverjum eða einhverju, því hvernig ættu flókin fyrirbæri að myndast eingöngu með því að fylgja vélrænum reglum? En með því að eigna fyrirbærunum hönnuð er vandinn varla leystur, því hönnuðurinn hlýtur sjálfur að teljast flókið fyrirbæri og tilvist hans þarfnast útskýringa. Þá er komið að þessu klassíska vandamáli: Hver hannaði hönnuðinn? Auðvitað má segja eitthvað eins og að hönnuðurinn hafi bara hannað sig sjálfur eða annað slíkt, en mér finnst það hálfgerð hringavitleysa.

Ég lít svo á að fyrst skuli leita einfaldari skýringa, og kjarni þróunar er sáraeinfaldur. Gen kóða fyrir prótínum sem aftur ráða eiginleikum lífvera. Gen geta af og til stökkbreyst, svo þau kóða fyrir örlítið öðruvísi prótínum (kóða jafnvel fyrir óvirkum prótínum). Þetta gerir það að verkum að lífverur eru ekki allar eins, heldur er breytileiki á milli einstaklinga. Gen erfast, svo einstaklingar sem hafa gen sem kóða fyrir eiginleikum sem auka líkur á að genin erfist til næstu kynslóðar gera nákvæmlega það; þau komast áfram til næstu kynslóðar. Þannig verða gen sem henta því umhverfi sem lífverurnar lifa við smám saman ráðandi. Umhverfið getur að sjálfsögðu breyst, og þá er allt eins líklegt að önnur gen "henti betur"og veljist frekar úr.

Það sem er svo fallegt er að þetta gæti ekki verið öðruvísi, svo lengi sem við viðurkennum að gen a) kóði fyrir eiginleikum lífvera, b) að þau geti tekið tilviljanakenndum breytingum og c) að þau erfist. Hvernig gæti það öðruvísi verið en að þau gen sem kóða fyrir "hagstæðum" eiginleikum erfist frekar til næstu kynslóðar á kostnað hinna? Og hvernig gæti það öðruvísi verið en að þetta myndi á endanum leiða til lífvera sem væru ólíkar lífverunum sem við "byrjuðum með", ef svo má segja? Þróun fyrir mér er næstum því sjálfsögð sannindi.

Þetta tekur ekki á upphafi lífsins, en Árni Gunnar bendir réttilega á að þróun fjallar ekkert um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Innan þriggja klukkustunda mun Mofi segja:Guð [hönnuðurinn] er ekki bundin af lögmálum sköpunarverksins og þess vegna eru vangaveltur um hver hannaði hönnuðinn óþarfar. 

Það verður sennilega ekki orðrétt, en þetta er inntakið...

Explain it away with magic! Vote Huckabee 2008!

Árni Gunnar Ásgeirsson, 7.2.2008 kl. 10:04

2 identicon

Svo er líka ágætt að benda á það að á sviði gerfigreindar þá hafa margar áhugaverðar lausnir verið gerðar með notkun "þróunar". Þá eru notaðir t.a.m genetískir algorithmar sem eru í takt við þróunarkenninguna.

Þeir virkar þannig að a) bita strengur lýsir geni lausnar b) búið er til fall sem ákveður hæfi lausnar c) ný afkvæmi eru mynduð með að blenda saman bitastreng, því hæfari sem lausn er samkvæmt (b), því líklegri er hún að fjölga sér.

Þessi aðferðafræði hefur virkað mjög vel við að finna góðar lausnir á vandamálum sem erfitt er að besta með hefðbundnum aðferðafræðum stærðfræðarinnar. T.a.m notaði ég þessa aðferðafræði til að búa til gerfigreindar leikmann sem gat spilað flóknu útgáfuna af LUDO með góðum árangri.

 Sjá: http://www.obitko.com/tutorials/genetic-algorithms/, http://www.cs.cmu.edu/afs/cs/project/ai-repository/ai/html/faqs/ai/genetic/top.html

Pointið mitt er það, að fyrst að það ER hægt að nota VÉLRÆNAR aðferðir til að þróa lausnir í mjög skorðuðu umhverfi (forritunarmál, reiknigeta, minni eru allt skorður á aðferðafræðina) þá álykta ég að í raunverulega heiminum, í yfir 4 billjónir ára, þar af eitthvað skemri tími fyrir lífverur (þó er til conceptið chemical evolution), hlýtur þróun að eiga sér stað og virka ansi vel.

Það má hinsvegar, og er ágætis vísindaleg iðkun, gagnrýna núverandi módel sem lýsir tilvist nútíma lífs, sem og að reyna að koma með paradigm shift yfir í önnur módel. Ég leyfi mér hinsvegar að efast um að paradigm shift verði nokkurntímann yfir í vitræna hönnun guðs.

Jóhann Haukur Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband