Færsluflokkur: Bloggar

Seasick Steve

Mer finnst alltaf frabaert ad finna nyja tonlist, og hvad er betra fyrir thad en Last.fm? Eg var rett i thessu ad finna ansi skemmtilegan skeggjadan blusara, Seasick Steve. Her ma finna nokkur log i fullri lengd.

Keflum Óðrík Algaula og kætumst! Villisvín á borðum!

Steinríkur kann að meta villisvínÓjá. Á sunnudaginn gerumst við Björn enn meiri ógrænmetisætur, ef það er hægt á annað borð, og leggjum okkur til munns villisvín, fasana, héra og elg!

 

LOVE IS WILD: Wild Game Dinner with Chef Joe Haffner of Gracie's

We are pleased to announce a special Wild Game Dinner in assosciation with Gracie's Chef Joe Haffner. Courses include:
Wild Boar-D!


A Board Of Feral Boar Charcuterie:
House made boar & hazelnut sausage/wild boar rillettes with spicy mustard/boar pate campagne with tasty accoutrement's

Bird & Dumplings
½ brined & grilled connecticut partridge/smoked almond & partridge dumpling/dried cherry & cognac jus/tiny herbs & nougatine

Hare’s Lookin’ at You
Scottish hare & biscuits: celery root bisque/wild hare confit/big buttermilk biscuit/ maple caramelized cauliflower

Elk Frites
Cast iron seared elk/quatre-espices/charred radicchio, fennel & frisee salad/fried bone marrow/duck fat potato sticks

Bacon & Bourbon
Crispy Boar Bacon & Bourbon Custard Crème Caramel


Grundvallaratriði þróunar

Afsakaðu hvað ég er sein til svara, er bara búin að vera upptekin (og ætti í raun að vera að lesa einar fjórar greinar á þessari stundu, en hvað um það).

Mofi segir:

Hver myndi vera aðal ástæðuna fyrir því að darwinisk þróun er líklegri?  Ég er sérstaklega forvitinn að vita hvernig þú sérð þetta þar sem þú hefur þekkingu á hversu flókið þetta allt er, virkar það ekki á þig eins og það var hannað?

Það er því miður ekki rétt að ég hafi einhvern sérstakan skilning á hvernig þetta allt saman virkar; ég er ekki líffræðingur og þótt ég viti nú ýmislegt hef ég einungis almenna þekkingu á þróun. Burtséð frá því þá skil ég vel að fólk telji að flókin fyrirbæri hljóti að vera hönnuð af einhverjum eða einhverju, því hvernig ættu flókin fyrirbæri að myndast eingöngu með því að fylgja vélrænum reglum? En með því að eigna fyrirbærunum hönnuð er vandinn varla leystur, því hönnuðurinn hlýtur sjálfur að teljast flókið fyrirbæri og tilvist hans þarfnast útskýringa. Þá er komið að þessu klassíska vandamáli: Hver hannaði hönnuðinn? Auðvitað má segja eitthvað eins og að hönnuðurinn hafi bara hannað sig sjálfur eða annað slíkt, en mér finnst það hálfgerð hringavitleysa.

Ég lít svo á að fyrst skuli leita einfaldari skýringa, og kjarni þróunar er sáraeinfaldur. Gen kóða fyrir prótínum sem aftur ráða eiginleikum lífvera. Gen geta af og til stökkbreyst, svo þau kóða fyrir örlítið öðruvísi prótínum (kóða jafnvel fyrir óvirkum prótínum). Þetta gerir það að verkum að lífverur eru ekki allar eins, heldur er breytileiki á milli einstaklinga. Gen erfast, svo einstaklingar sem hafa gen sem kóða fyrir eiginleikum sem auka líkur á að genin erfist til næstu kynslóðar gera nákvæmlega það; þau komast áfram til næstu kynslóðar. Þannig verða gen sem henta því umhverfi sem lífverurnar lifa við smám saman ráðandi. Umhverfið getur að sjálfsögðu breyst, og þá er allt eins líklegt að önnur gen "henti betur"og veljist frekar úr.

Það sem er svo fallegt er að þetta gæti ekki verið öðruvísi, svo lengi sem við viðurkennum að gen a) kóði fyrir eiginleikum lífvera, b) að þau geti tekið tilviljanakenndum breytingum og c) að þau erfist. Hvernig gæti það öðruvísi verið en að þau gen sem kóða fyrir "hagstæðum" eiginleikum erfist frekar til næstu kynslóðar á kostnað hinna? Og hvernig gæti það öðruvísi verið en að þetta myndi á endanum leiða til lífvera sem væru ólíkar lífverunum sem við "byrjuðum með", ef svo má segja? Þróun fyrir mér er næstum því sjálfsögð sannindi.

Þetta tekur ekki á upphafi lífsins, en Árni Gunnar bendir réttilega á að þróun fjallar ekkert um það.


Brown -- skoli eda skemmtigardur?

Eg fila Brown. Nu loksins thegar eg er buin ad venjast Bandarikjunum og ibuum theirra finnst mer frabaert ad vera herna. Stundum jadrar vid ad her se of mikid af hinu goda. Annar leidbeinandinn minn, David, eyddi godum hluta labbfundarins i gaer i ad leyfa ollum ad horfa a gamanthatt um Island og thatttoku thess i Iraksstridinu. I dag tilkynnti svo einn kennarinn okkar, Mayank, ad vid aettum vinsamlegast ad koma alltaf med bjor i tima a thridjudagskvoldum svo vid getum verdlaunad gott dagsverk med ollara.

Eg skal ekki kvarta, en thetta er oneytanlega nokkud spes!


Gult spjald

Thetta er skyldublogg (og thar ad auki gersneytt islenskum stofum) thar sem Joi gaf mer gula spjaldid fyrir bloggleysi. Aetla orsnoggt ad segja fra hvad a daga mina hefur drifid.

Eg for heim um jolin og nadi mer strax i ogedslega pest sem eg losnadi ekki vid fyrr en eftir taepar tvaer vikur. Jolunum var ad mestu eytt i fadmi fjolskyldunnar, thott eg hafi gert veiklulegar tilraunir til ad laera fyrir comprehensive exams, mjog mikilvaeg prof sem voru 11. januar. Eg flaug aftur ut 6. januar, tok massa proftorn og rulladi upp comps. Mer hefur gengid serlega vel i skolanum eftir frekar stirdbusalega byrjun, og er nuna ad laera a MATLAB og Psychtoolbox-vidbotina fyrir thad forritunarmal. Aetla svo ad forrita tilraunina mina og stefni a frumprofanir i byrjun februar. Um midjan februar skipti eg um labb i bili og flyt mig fra Michael Tarr til Davids Sheinbergs og apanna hans (sko alvoru apa, er ekkert ad tala illa um samstarfsmenn mina). Tek thrja alvoru kursa i developmental neuroscience og cognitive neuroscience, asamt ethics og seminar series.

Thad er lika alltaf mikid ad gera i felagslifinu, karaoke a thridjudaginn sidasta, prjonaklubbur a midvikudaginn, a fimmtudag bioferd, fostudag og laugardag Bostonferd, a sunnudaginn matarbod, midvikudaginn naestkomandi afmaelisbod, a fostudaginn eitthvert gradparty og a laugardaginn afmaelisparty. Sem sagt, allt of mikid skemmtilegt i gangi, hvenaer a madur svo sem ad hafa tima til ad vinna, hvad tha blogga? Bjorn Levi kemur svo til min i enda manadarins, verdur frabaert ad sja hann aftur.

Saltkjot og baunir, tukall!


Heyrt í matvöruverslun

Kúnni: Ég ætla að fá hvort tveggja.

Afgreiðslumanneskja 1: Ha?

Afgreiðslumanneskja 2: Ég hef líka lent í þessu. Þetta þýðir "bæði".


Jæja loksins!

Loksins loksins ætlar ríkið að niðurgreiða sálfræðimeðferð. Samningurinn nær að vísu bara til barna og unglinga með alvarlegar geðraskanir, en það er fyrsta skrefið. Það er í raun alveg ótrúlegt að hingað til hafi fólk þurft að borga sálfræðimeðferð með því að seilast í eigin vasa á meðan meðferð hjá geðlæknum er niðurgreidd. Til hamingju Pétur Tyrfingsson og co.
mbl.is Ríkið semur við sálfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland, ég ELSKA þig!

Ó, aldagamla Íslands byggð
þér ævarandi eg heiti tryggð.
Þú þekkir ekkert illt
þér enginn getur spillt.
Styður öngvin stríð
staðföst, frjáls og blíð.

(Baggalútur

Ég fer heim í dag! 

 


Að berjast á réttum vígstöðvum

Ég er mikill jafnréttissinni, og tel að konur og karlar eigi erfitt uppdráttar á mismunandi sviðum. Ég man til dæmis eftir einni rannsókn þar sem vísindamönnum var gert að lesa yfir fræðilega grein. Helmingi þeirra var sagt að greinin væri eftir John Smith en hinum var sagt að hún væri eftir Jane Smith. Bæði karl- og kvenvísindamönnunum sem lásu yfir greinina sem þeir töldu vera eftir John Smith fannst hún yfirleitt afskaplega fín og vel skrifuð. Þegar greinin var aftur á móti eftir Jane Smith var hún bara svona allt í key, flestum fannst hún ekkert spes.

Þetta er, að ég held, dæmi um að ómeðvituð viðhorf geta mótað hegðun okkar (sjá til dæmis umfjöllun Árna Gunnars Ásgeirssonar um IAT á heimasíðu Res Extensa). Ég er nokkuð viss um að vísindamennirnir sem mátu greinina hafi alls ekki ætlað sér að vera ósanngjarnir. En svo virðist sem kynferði hafi þarna haft áhrif á dóm þeirra um ágæti verka höfundarins.

Að berjast fyrir jafnrétti er gott. Ég held þó að Femínistafélag Íslands leggi ekki alltaf áherslu á rétta hluti. "Pick your battles", segja Kanarnir, og ég held að það sé nokkuð til í því. Í stað þess að berjast gegn kortafyrirtækjum, væri ekki betra að reyna að gera fólk, bæði karla og konur, meðvitað um að það dæmir bæði aðra og jafnvel sjálfan sig út frá staðalmyndum -- staðalmyndum sem stundum er jafnvel eitthvert smávegis vit í -- en staðalmyndum samt sem áður. Það alhæfir um sundurleitan hóp, svo sem konur eða karla, þegar raunin er að munurinn á milli hópa er langtum minni en munurinn innan hópanna. Þetta tel ég vera að ráðast að rótum vandans.


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál

Internetið eða ritgerðarskrif

Ég er meira að segja farin að aftengja þráðlausa netið til að koma einhverju í verk. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband