Hver verða sviðin, og hvað um önnur svið?

Mig grunar að rektor sé að tala um svið þar sem Íslendingar hafa sérstaklega góða möguleika á að skara framúr, svo sem jarðvísindi og erfðafræði. Þetta er gott og blessað og ég er ánægð með að HÍ horfi fram á veginn. Aftur á móti er ég dálítið uggandi um árangur í öðrum greinum. Það er náttúrulega að hluta til sjálfselskt af mér, en ég á mér þann draum að geta byggt upp samfélag taugavísindamanna (og hugfræðinga/sálfræðinga) hér í nánustu framtíð; þetta er raunar byrjað, sjá nýjan vef Taugavísindafélags Íslands. En hvernig verður það hægt þegar stór hluti fjármagns er eyrnamerkt fáum afburðasviðum? Kannski er lausnin að auðvelda íslenskum vísindamönnum að sækja fé í erlenda samkeppnissjóði, en mér virðist sem stuðningur við slíkt sé afskaplega takmarkaður.
mbl.is HÍ byggir upp afburðasvið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Öll erum við sjálfhverfar verur, og mjög skiljanlegt að maður horfi til síns nánasta umhverfis í leit að "afburðarsviði".

Hugmyndin um að tengja þetta beint sókn í erlenda sjóði er mjög jákvæð. Það væri hægt að hafa a.m.k. tvennskonar lag á slíku. Fyrst að styrkja fólk til að undirbúa metnaðarfullar umsóknir í erlendasjóði. Og í öðru lagi að verðlauna þá sem taka inn slíka styrki með auka stuðningi, einhverskonar heimanmund. 

Arnar Pálsson, 16.6.2008 kl. 13:52

2 Smámynd: Guðfinna Alda

Finnst HÍ ætti að hætta að kenna allar mögulegar og ómögulegar greinar sem örfáir útskrifast úr á ári og leggja meiri kraft og pening í stærri greinarnar og gera þær öflugri á rannsóknar- og alþjóðasviði.

Guðfinna Alda, 18.6.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Já, ég er nokkuð sammála ykkur báðum. Guðfinna: Kannski myndi jafnvel borga sig fjárhagslega fyrir ríkið að styrkja fólk til náms erlendis í litlu greinunum.

Heiða María Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband