Í apalabbinu

Ég er búin ađ fćra mig yfir í Sheinberg-labbiđ í bili og vinn nú međ makakapanum Jack. Ég er búin ađ eyđa nokkrum dögum í ađ vingast viđ hann og ađra apa, en í dag tók ég hann sjálf út úr búrinu í fyrsta skipti. Ţađ tókst nokkuđ vel, en ótrúlega eru ţessir apar snöggir! Jack er svolítiđ dekrađur og fćr alltaf ađ tjilla í nokkrar mínútur áđur en hann fer ađ vinna fyrir djúsinu sínu. Ţá situr hann í apastólnum sínum og heldur í hendurnar á manni á međan hann maular ef til vill á nokkrum eplabitum. Jack vildi ekkert vinna í dag; hann ýtti aldrei á takkana sína heldur sat bara í makindum og dottađi. Mig grunar ađ hann sé á einhverjum slćmum styrkingarstilmálum ţví hann fćr alltaf eitthvađ eftir á, alveg sama hvort honum gengur vel eđa illa ađ leysa verkefni dagsins. Viđ reynum svo aftur á morgun, sjáum hvort hann verđi í stuđi.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Gaman ađ heyra frá einhverjum sem er ađ eiga viđ svona tilraunir. Og ađ persónuleiki og lundarfar tilraunadýrsins getur haft heilmikiđ ađ segja.

Ég vćri til í ađ heyra hvađ ţú hefur ađ segja um nýlega grein í NYTimes, "And behind door No. 1, a fatal flaw".

http://www.nytimes.com/2008/04/08/science/08tier.html?_r=1&ref=science&oref=slogin 

Rćtt er um mjög sniđugan flöt á líkindafrćđi, sem gengur gegn almennri skynsemi. 

Arnar Pálsson, 10.4.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Heiđa María Sigurđardóttir

Ja, mer var einmitt bent a Monty Hall vandamalid i cognitive dissonance tilraunum i gaer, mjog ahugavert. Eg held nu samt ad thetta umbylti ekki endilega kenningum um thetta mal. Mig ramar til daemis i eina tilraun thar sem folk atti ad leysa einfalt en frekar leidinlegt og tilgangslaust verkefni: Skrufa skrufur eda eitthvad slikt einn fjorda ur hring trekk i trekk. Hopnum var skipt i tvennt thannig ad hopur 1 fekk dagodan pening fyrir omakid, en hopur 2 fekk mjog litid borgad. Svo var folk spurt hversu ahugavert thvi hafdi fundist verkefnid. Hopi 2 fannst verkefnid marktaekt ahugaverdara, vaentanlega vegna thess ad thad thurfti ad rettlaeta fyrir sjalfu ser hvers vegna thad hafdi eytt svona longum tima i svona tilgangslaust verk.

Mer tokst annars ad mota hegdun apans mins til ad yta loksins a takkann. Fyrst gaf eg honum djus i hvert skipti sem hann hreyfdi hondina, svo thegar hann hreyfdi hondina ut ur apastolnum sinum, og svo slysadist hann til ad yta a takkann. Eftir thad laerdi hann a tolvuleikinn fljott og orugglega. Eins og i alvoru tolvuleikjum eru audvitad bord, svo thetta verdur sifellt erfidara. Jack er annars frekar fyndinn, hann er t.d. a godri leid med ad skilyrda hegdun okkar. Stundum stoppar hann i midju kafi og hardneitar ad vinna thangad til ad vid skiptum djusinu ut fyrir vatn, enda kannski ekki skrytid thar sem thetta djus er disaett og frekar ogedslegt.

Heiđa María Sigurđardóttir, 11.4.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Monty Hall er mjög skemmtilegt dćmi í líkindafrćđi. Ţađ er forvitnilegt hvađ almenn skynsemi er oft vitlaus, stundum vegna ţess ađ fólk skilur ekki líkindi. Gaman ađ heyra af skynsama apanum Jack, settu endilega inn fleiri sögur af honum.

Arnar Pálsson, 15.4.2008 kl. 09:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband