7.4.2008 | 04:10
Í baði
Ég sit í baðkari en ég er ekki að baða mig. Af hverju? Af því að hér er mesti friðurinn fyrir fokkings vegavinnunni sem byrjar stundvíslega klukkan tíu á kvöldin og klárast ekki fyrr en sex á morgnana! Svona verður þetta í fjórar vikur. Ég er búin að troða klósettpappír í eyrun í mér en heyri samt í véladrunum. *Setjið inn uppáhalds blótsyrðin ykkar hér.*
Athugasemdir
10 á kvöldin til sex á morgnana,,, humms þetta er akkurat hentugur fyllerístími
Guðfinna Alda, 7.4.2008 kl. 09:33
Mæli með noise reduction heyrnartólum, eða bara eyrnatöppum og svo kannski smá steinull í gluggana... Svo er líka hægt að hafa samband við álfana og fá þá til að skemma vélarnar ef það eru einhverjir álfasteinar í nánd... :)
Gunnar (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.