28.2.2008 | 04:12
Topp 5 amerískt matarkyns
Ég er svöng. Þess vegna get ég ekki hugsað um neitt annað en mat, og af sömu ástæðu ákvað ég að gera þennan lista:
- Kirsuberjakók. Dísætt svo liggur við klígju, en ljúffengt! Best er að toppa það með alvöru kirsuberi. Hægt er að fá sömu niðurstöðu með því að blanda grenadínsýrópi við kóladrykk.
- Rama-sósa. Tæknilega séð tilheyrir sósan austurlenskri matargerð en hún er fullkomin blanda af sætleika og kryddi.
- Súkkulaðihúðaðir hlaupbangsar. Við fundum upp á súkkulaðihúðuðum lakkrís. Af hverju datt okkur þetta ekki í hug?
- Súkkulaðihúðaðar saltkringlur. Best er að halda sig við súkkulaðihúðina. Bandaríkjamenn dýrka súkkulaði.
- Sam Adams. Ekkert endilega besti bjór í heimi, en ansi þokkalegur og tákn norðausturstrandarinnar.
Athugasemdir
Æ,æ, Heiða mín, nú hefði ég viljað elda handa þér galdrasúpu Bjarnarins.
mamma (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:32
Ah, langar þig kannski til að gefa mér uppskrifina í staðinn?
Heiða María Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.