Topp 5 amerískt matarkyns

Ég er svöng. Þess vegna get ég ekki hugsað um neitt annað en mat, og af sömu ástæðu ákvað ég að gera þennan lista:

  1. Kirsuberjakók. Dísætt svo liggur við klígju, en ljúffengt! Best er að toppa það með alvöru kirsuberi. Hægt er að fá sömu niðurstöðu með því að blanda grenadínsýrópi við kóladrykk.
  2. Rama-sósa. Tæknilega séð tilheyrir sósan austurlenskri matargerð en hún er fullkomin blanda af sætleika og kryddi.
  3. Súkkulaðihúðaðir hlaupbangsar. Við fundum upp á súkkulaðihúðuðum lakkrís. Af hverju datt okkur þetta ekki í hug?
  4. Súkkulaðihúðaðar saltkringlur. Best er að halda sig við súkkulaðihúðina. Bandaríkjamenn dýrka súkkulaði.
  5. Sam Adams. Ekkert endilega besti bjór í heimi, en ansi þokkalegur og tákn norðausturstrandarinnar.
Ég er annars enn lasin svo samkvæmt bandarískri hefð ætti einhver að gera handa mér kjúklingasúpu. Því miður er bara enginn hér til að gera það. Errm

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ,æ, Heiða mín, nú hefði ég viljað elda handa þér galdrasúpu Bjarnarins.

mamma (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Ah, langar þig kannski til að gefa mér uppskrifina í staðinn?

Heiða María Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband