Gallar í námsefni, ekki prófum

Nú veit ég ekki nákvæmlega hvað það þýðir að samræmd próf verði lögð af í núverandi mynd. Ég skil þó ekki alveg hugsunina á bak við það. Eru prófin ekki að mæla það sem þau eiga að mæla, nefnilega hvar nemendur standa miðað við hver annan í því námsefni sem þeim er sett fyrir? Ef ekki er betra að laga prófin frekar en að henda þeim í ruslið, því ekki höfum við betri tæki til að meta árangur svo að ég viti til.

Svo er annað að það má gagnrýna hvað er til prófs. Mér hefur lengi fundist ýmislegt kennt í grunnskólum sem mætti missa sín (tannvaramælt önghljóð, einhver?) á kostnað annars sem ætti að kenna (vísindaleg aðferð svo eitt dæmi sé nefnt). Ég held því að það ætti fyrst að huga að því hvað er kennt. Síðan mætti skoða hvernig það er mælt.


mbl.is Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Þór Atlason

Skynsamlegar skoðanir hjá þér Heiða.  Ég hugsa reyndar að frumvarpshöfundar hafi hugsað málið aðeins dýpra en fram kemur í þessum fyrstu fréttatilkynningum.  Er sjálfur mjög spenntur fyrir að sjá hvað á að koma í staðinn fyrir samræmdu prófin, því einhvern veginn verða framhaldsskólarnir að geta valið milli umsækjenda.

Óli Þór Atlason, 27.11.2007 kl. 07:27

2 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Ég er sammála því að samræmd próf séu nauðsynleg, eins þau eiga að vera eftirlitstæki, ekki til hagsbóta fyrir framhaldsskóla. Ef framhaldsskólar telja skólaeinkunn ekki nógu góða ættu þeir að taka sig saman um staðlað inntökupróf eða eitthvað slíkt. Ég er hins vegar ósammála því að nóg sé að prófa íslensku og stærðfræði, því þó að forspáin sé góð geta skekkjur auðveldlega læðst þar inn. Áhersla á þessi tvö fög gæti til dæmis aukist enn frekar á kostnað annarra. Þannig væri auðvelt að vanrækja efnafræði og smíðar en leggja allt kapp á að fá bestu íslensku og stærðfræðikennarana inn. Þannig lítur skólinn æðislega vel út á pappírunum en forspáin um færni verður aðeins til á pappírunum. 

En svo kemur undirmálsgreinin: Ef samræmd próf hafa engin sérstök áhrif á framtíð barna (þ.e. ef þau eru ekki notuð af framhaldsskólum) er hvatinn til að standa sig vel orðinn mun minni. Þannig gætu samræmd próf óháð framhaldsskólum breyst í allt annars konar próf. Ég held að flestir nemendur hafi gott af því að þurfa að leggja á sig óvenjumikla heimavinnu einu sinni á grunnskólaferlinum og taka strembnari próf en venjulega. Ég efast um að 4. og 7. bekkingar sitji margar auka klukkustundir fyrir sín próf.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 21:42

3 Smámynd: Óli Þór Atlason

Það er miserfitt að hefja nám við framhaldsskóla landsins.  Þeir sterkuru geta valið úr nemendum.  Spurningin er með hvaða hætti þeir eigi að velja.

Ég lít svo á að ef nemendur eru mældir á mismunandi mælikvarða eftir því hvaða grunnskóla þeir sóttu, þá sé ekki um að ræða jafnrétti.  Þannig er jafnrétti falið í því að velja nemendur skv. úrslitum samræmdra prófa.

Óli Þór Atlason, 30.11.2007 kl. 05:41

4 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Já, ég held að ég verði að vera nokkuð sammála Óla Þór, stöðluð próf eru allavega ein leið til að láta alla sitja við sama borð þegar kemur að vali framhaldsskólanna.

Heiða María Sigurðardóttir, 30.11.2007 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband