19.9.2007 | 22:46
Drulluerfitt
Jæja, nú er námið farið að verða erfitt. Var í tíma áðan og var alveg týnd, eða svona hér um bil, skildi nú eitthvað. Við erum eins og er að fara mjög nákvæmlega yfir formgerð ýmiss konar jónahliða, hversu mörg subunit þau hafa, hvaða domain eru á þeim, hvaða amínósýrur þau innihalda, hvernig þrívíð uppbygging þeirra er og hvernig menn komust að þessu öllu saman. Það felur í sér alls konar sameindalíffræðiaðferðir sem ég kann engin almennileg skil á, site-directed mutagenesis, cDNA cloning blabla.
Annað sem veldur mér smá kvíða er að ég þarf að funda með leiðbeinandanum mínum á föstudaginn og ákveða einhvers konar verkefni til að vinna að í labbanum. Ég stakk meira að segja eiginlega upp á þessu sjálf, silly me. Ég þarf náttúrulega að ákveða mig fyrr eða síðar svo þetta er örugglega bara gott mál. Mér finnst ég bara vita of lítið til að taka upplýsta ákvörðun.
Svo er próf í næstu viku upp úr bók sem ég hef eiginlega ekki opnað enn. Vúppdídú. Það er í kerfistaugavísindum (e. systems neuroscience) sem er allavega nokkuð sem ég kann pínulítið í, meira svona ýmis skynkerfi, minniskerfi o.fl.
OK, svo á to do listanum er sem sagt:
- Ákveða verkefni
- Taka próf
- Læra helstu atriðin:
- MATLAB
- AFNI
- Sameindalíffræði
- Erfðafræði
- Rafeðlisfræði
- Lesa fullt af greinum og skólabókum
- Eiga vonandi einhvern tíma til að sofa/borða/eiga mér líf (ólíklegt)
Athugasemdir
Já, ég er sammála þér Baldur, ég verð ekkert sérlega svekkt þótt ég fái engar tipp-topp einkunnir núna, bara drusla þessu af og hella sér í rannsóknirnar. Ég er annars búin að panta mér bók á Amazon sem kallast Molecular Biology Made Simple and Fun. Það er mynd af apa utan á bókinni, og hún er ekki um prímatarannsóknir.
Heiða María Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 01:09
Það hélt ég að væri nokkuð augljóst, já
Heiða María Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 17:46
Hæ elskan..Vildi bara kasta á þig kveðju og óska þér góðs gengis þarna úti, er orðin netvæn á ný svo ég mun fylgjast með þér
Knús :*
Guðfinna Alda (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 10:57
Hæ Guðfinna, langt síðan ég hef heyrt í þér
Heiða María Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.