30.8.2007 | 21:51
Hey kanína, komd'í partý
Ég er hér hálfþunn að reyna að læra um starfræna segulómun, búið að vera allt of mikið partýstand á mér undanfarna daga. Nýnemarnir hittust í gær og fóru út að borða, og úr því varð langt drykkjukvöld sem endaði ekki fyrr en hálfsex í morgun. Meðal umræðuefna voru "swingers clubs" og "super-gay bars".
Daginn áður var "retreat" fyrir alla í deildinni þar sem okkur var ekið út í sveit þar sem við hlustuðum á nokkuð áhugaverða fyrirlestra auk sem dælt var í okkur bjór og okkur gefið fóður. Veðrið var ofsalega gott svo við fórum nokkur og óðum út í vatn sem er þarna nálægt. Í því voru litlir fiskar sem gerðu tilraun til að éta mig, að minnsta kosti nörtuðu þeir í fæturna á manni. Ég var hrikalega þreytt þennan dag eftir tvær svefnlitlar nætur, svo í stað þess að fara í eftirpartýið steinsofnaði ég klukkan sjö og vaknaði ekki aftur fyrr en 18 (!!!) tímum síðar. Geri aðrir betur.
Annars er ég núna aðeins farin að finna fyrir einmanaleika, sakna fólksins mín heima á Íslandi og enginn Björn til að kúra hjá um nætur. Hann kemur sem betur fer eftir nokkrar vikur að heimsækja mig.
Athugasemdir
Super-gay bars??? Eru þeir til?? Eina sem kemur upp í hugann er hellingur af pínulitlum, skrækjandi karlmönnum í kattaslag. Er það þannig?
Ég skal alveg lofa þér því að það er voða lítið að sækja hingað heim (nema Björn, auðvitað, og okkur). Strax komið haust og búin að vera rigning síðastliðna viku.
Gott að heyra frá þér, dúllan mín.
Lilja kjallararotta (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 10:30
Tjah, þetta er meira svona "vera-ekki-í-neinu-nema-vasaljósi-að-eigin-vali" barir eða ""totta-inni-á-klósetti-fyrir-framan-alla" barir. Já, og konum er meinaður aðgangur.
Heiða María Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.