Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Starfræn segulómmyndun

Fyrir þá sem halda að starfræn segulómmyndun (fMRI) sé flöff, think again. Allavega er nógu andskoti erfitt að læra á þetta drasl. Það er ekki nóg með að maður þurfi að skilja a.m.k. grundvallaratriðin í eðlisfræðinni á bak við fMRI og kunna að forrita birtingu áreita í rannsókninni, heldur verður maður að læra að vinna úr því gífurlega magni gagna sem tækið spýtir út úr sér.

Ég er núna að læra á forrit sem kallast AFNI sem er ekkert sérlega notandavænt, reyndar bara alls ekki neitt. Flest þar er command-based, sem sagt lítið um fína og flotta glugga með tökkum. Ég þarf að læra á UNIX í leiðinni og hvernig skipunum UNIX tekur við. Blegh. En þegar og ef ég læri nokkurn tíma á þetta get ég hrósað happi því AFNI er mjög öflugt forrit auk þess sem það er frjálst og ókeypis. Ef við ákveðum einhvern tíma að stilla skannana á Íslandi fyrir fMRI er örugglega auðveldara að nota frítt forrit heldur en eitthvert 5000 dollara fancy-pants forrit sem fjársveltur Háskólinn hefur ekki efni á að borga undir mann.


Nýtt netfang

Nýja netfangið mitt er heida_sigurdardottir@brown.edu. Ég ætla að reyna að nota það sem aðalnetfang héðan af.

Why MATLAB?

Hér sit ég og eyði síðasta laugardagskvöldi mínu á Íslandi (um verslunarmannahelgina nota bene) við það að læra á MATLAB forritið/forritunarmálið. Nema hvað, auðvitað spyr ég MATLAB af hverju ég sé að þessu. Úr því varð þetta samtal við MATLAB-forritið:

>> why
Pete wanted it that way.
>> why
I told me to.
>> why
A young kid told me to.
>> why
Bill insisted on it.
>> why
For the love of Jack.
>> why
The computer did it.
>> why
Some not very bald very rich system manager wanted it.
>> why
You told the rich system manager.
>> why
Some not excessively rich young and smart hamster obeyed some rich and not very good and good and bald kid.

Þetta er páskaegg/easter egg sem forritarinn hefur örugglega einmitt eitthvert laugardagskvöldið skemmt sér við að bulla. Eins og segir á Wikipediu:

A virtual Easter egg is a hidden message or feature in an object such as a movie, book, CD, DVD, computer program, or video game. The term draws a parallel with the custom of the Easter egg hunt observed in many western nations. In computer programming, the underlying motivation is often to put an individual, almost artistic touch on an intellectual product which is by its nature standardised and functional.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband