18.7.2007 | 10:33
Hættuleg fréttamennska?
Þessi frétt finnst mér ansi varhugaverð.
Í fyrsta lagi misskilur greinarhöfundur greinilega rannsóknina, en hann segir orðrétt: "Raunar eru líkurnar á því að sjúklingar lifi sjúkdóminn af ríflega 100%". Það er ekki til neitt sem getur kallast "ríflega 100%" líkur. Þegar líkindi á að eitthvað gerist er 100% gerist það í öllum tilfellum. Ríflega 100% líkur eru ekki til. Og jafnvel þótt maður geri ráð fyrir að greinarhöfundur meini að líkur á að lifa sjúkdóminn af séu 100% þá er það bara ekki rétt, það ER hægt að deyja úr húðkrabbameini.
Í öðru lagi er hér greinilega aðeins byggt á einni rannsókn, en það þarf margar rannsóknir til að staðfesta það sem haldið er fram.
Í þriðja lagi er ekki getið frumheimilda, svo ekki er nokkur leið fyrir mann til að kanna t.d. hvort aðferðafræði viðkomandi rannsóknar sé ábótavant eða hversu margir voru í úrtakinu. Ekki er einu sinni víst að rannsóknin sé birt í viðurkenndu ritrýndu fræðiriti, maður veit ekkert um það.
Ég ráðlegg því lesendum að hoppa ekki beinustu leið upp í ljósabekki til að fá húðkrabbamein og auka þannig lífslíkur sínar. Ég ráðlegg svo mbl.is að vanda til verka og skoða frumheimildir frekar en Jyllandsposten.
VIÐBÓT: Nú er mbl.is búið að breyta fréttinni, það stendur allavega ekkert lengur um "ríflega 100%" líkur, sem er til bóta.
Húðkrabbamein til bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 3.8.2007 kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2007 | 16:59
Framleiddu líklega klám á fyrri ráðstefnum
Ekki hægt að hefta för klámframleiðenda hingað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 3.8.2007 kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)