Tequila-timburmenn

Búin að vera þunn í allan dag. Það er ekkert nýtt. Ég sirkaði það út að ég hef drukkið áfengi að meðaltali annan hvorn dag alveg síðan ég kom hingað. Öss. Ég byrja nú sem betur fer í tímum bráðlega og hef þá örugglega ekki tíma í svona vitleysu. 

Á föstudaginn fékk ég nýju fartölvuna mína, er mjög glöð með það, þótt ýmis stillingaratriði séu enn eftir. Ég átti kost á að fara á eitthvert nýnemadjamm þá auk þess sem mér var boðið í grill og myndbandsgláp. Ég bara meikaði ekki að gera neitt, hafði djammað síðustu tvo daga þar á undan, svo ég eyddi mínum dýrmæta tíma í að pimpa upp feisbókarsíðuna mína.

Laugardeginum eyddi ég í að horfa á (ekki lesa) skólabækurnar mínar, mjög pródúktívt. Um kvöldið kíkti ég út með Katherine sem er fyrsta árs nemi eins og ég. Hún drekkur Guinness sem gerir hana að kúl manneskju. Kvöldið endaði með henni og einhverjum framhaldsnemum í líffræði í Guitar Hero leiknum, sem ég er bara fjandi góð í, rokkaði feitt með Killing in the name of.

Í allan gærdag var ég svo hjá Jocy og Mark, en þau eru nýbúin að kaupa sér hús og buðu nokkrum útvöldum í grillveislu af því tilefni. Maturinn var mjög góður, en ég var ekki jafn hrifin af býflugunum. Ég kynnti þau svo fyrir Guillotine (kann ekki að skrifa, en þetta er spil) sem féll vel í kramið og við skemmtum okkur konunglega við að hálshöggva franska aðalinn.

Á móti fékk ég að kynnast skemmtilegum leik sem kallast Fishbowl. Skipt er í lið og allir setja þrjú nöfn á fólki, lífs eða liðnu, uppskálduðu eða raunverulegu, í skál. Í fyrstu lotu fær liðsmaður eina mínútu til að draga nafn og lýsa persónunni með orðum, án þess að nefna nafnið. Hinir liðsmenn giska og þegar rétt nafn fæst er dreginn nýr miði allt þar til mínútan er búin. Svo á næsta lið að gera og svo koll af kolli allt þar til miðarnir eru búnir. Í næstu lotu eru miðarnir látnir aftur í skálina, nema hvað nú á að leika nafnið án orða. Í þriðju lotunni á að lýsa hverri persónu með einu orði, hvorki meira né minna, og engin látbrögð eru leyfð, þetta er gert á 30 sekúndum í stað mínútu.

Kvöldið endaði svo með fyrrnefndu tequila og trylltum dansi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss, ert þú bara komin hálfa leið í að verða slugsari? Eða a.m.k. mjög virkur leikjaspilari og djammari. Reyndar er það ekkert nýtt ;)

Lilja Rotta (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband