28.6.2008 | 17:46
Dance Dance Party Party!
Í gær fór ég með Emily og Teegan á Dance Dance Party Party. Í DDPP þarf að fylgja þremur reglum: Engir strákar, ekkert áfengi og ekki dæma neinn. Þeir sem þekkja mig vita að mér finnst ekkert skemmtilegra en að dansa, og því vitleysislegri sem dansinn er því betra. Við mættum á staðinn, dönsuðum af okkur rassinn og fengum afnot af hinum ýmsu hjálpartækjum svo sem ballerínupilsum, fjöðrum, sólgleraugum og húlahringjum. Ég ætla svo sannarlega aftur og er strax búin að ákveða að ég stjórni tónlistinni undir dulnefninu DJ Ice Ice Baby. Þetta verður að sjálfsögðu einnig upphafslagið:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.