Loksins fáum við svör við stóru spurningunum!

Answers Research Journal. ARJ is a professional, peer-reviewed technical journal for the publication of interdisciplinary scientific and other relevant research from the perspective of the recent Creation and the global Flood within a biblical framework.
 Woundering Pinch

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Frábært, ég gerist áskrifandi.  Takk fyrir að benda á þetta

Mofi, 3.2.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Heh, Mofi, ég veit að þú ert sköpunarsinni, en það er ég nú ekki, svo ætli ég hafi ekki bara skotið mig í fótinn þarna. Ojæja. Til að bæta upp fyrir það bendi ég á grein Steindórs Erlingssonar á Vísindavefnum: Geta vísindamenn útilokað vithönnun (intelligent design) sem upphaf lífsins? Einnig bendi ég á: Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna?

Heiða María Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:41

3 Smámynd: Mofi

Heiða
Geta vísindamenn útilokað vithönnun (intelligent design) sem upphaf lífsins?

Í fullri alvöru Heiða, finnst þér þetta góð grein?  Ef svo er þá er kannski ástæða að eyða orðum í hana.

Mofi, 3.2.2008 kl. 22:23

4 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Æi ég man það ekki, las hana á sínum tíma samt. Slengdi þessu meira svona fram, bara til að hafa jafnvægi. Líklega er sniðugt að lesa Wikipediu, sú grein er allavega "featured article", tek það fram að ég hef ekki nema rétt gluggað í hana. Svo hafði ég gaman að sumu í Climbing Mount Improbable eftir Dawkins og blogginu The Loom.

Bara af forvitni, ætla mér alls ekki í neitt bloggstríð, en hver er ástæðan fyrir því að þú telur Biblíuskýringuna líklegri en þróun?

Heiða María Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 04:15

5 Smámynd: Mofi

Ekkert mál. Aðal ástæðan sem Steindór teflir fram í þessari grein hans er að vísindamenn meiga ekki útskýra neitt sem gefur til kynna eitthvað yfirnáttúrulegt. Þarna virðist hann svo sem misskilja en að sjá þörf á hönnuði þýðir ekki endilega eitthvað yfirnáttúrulegt.

Aðal ástæðan fyrir því að ég tel að Biblíuleg sköpun er líklegri er vegna þess hve stórkostleg náttúran er. Hvers konar undur ein fruma er og enn frekar þegar miljarðar af þeim koma saman og mynda verur og okkur mennina. Mér finnst það engann veginn ganga upp að láta náttúrulega ferla og dauð efni að búa til verur sem hafa frjálsan vilja. Bækurnar hans Dawkins virðast ganga voðalega mikið út á það að ímynda sér eitthvað einfaldara og sannfæra þannig sjálfan sig og aðra að allt geti gert í litlum tilviljanakenndum skrefum. Ég bara get ekki keypt það. 

Hver myndi vera aðal ástæðuna fyrir því að darwinisk þróun er líklegri?  Ég er sérstaklega forvitinn að vita hvernig þú sérð þetta þar sem þú hefur þekkingu á hversu flókið þetta allt er, virkar það ekki á þig eins og það var hannað?

Mofi, 4.2.2008 kl. 13:58

6 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Þarna ert þú að plata okkur, og hugsanlega sjálfan þig, Mofi. Þú segir okkur að þú trúir Biblíulegri sköpun af því að þú getir ekki keypt þróun. En hvernig geturðu sagt það? Varðstu fyrst sköpunarsinni og síðan trúaður? Þú trúir líka á biblíulega sköpun og hún er að sjálfsögðu yfirnáttúruleg. Þú lætur eins og sköpuna þurfi ekki að innihalda yfirnáttúruleg öfl, en það er samt eina sköpunin sem þú myndir samþykkja. Að látast vera einhver frjálslyndismaður í þessum efnum er bara taktík sem þú apar eftir sköpunarhreyfingunni í BNA, en sú taktík hefur það markmið að gefa sköpunarkenningum falskt akademískt réttmæti.  Þú trúir á það sem þú trúir af því að því hefur verið haldið að þér og ætlast er til þess af þér í því (sub-)samfélagi sem þú byggir.

Í fyrstu trúði ég þróunarkenningunni, án mikils rökstuðnings, vegna þess að það var normið. Vegna þess að mér var sagt frá því að til væru jarðlög, steingervingar o.s.frv. Með öðrum orðum trúði ég á þróunarkenninguna af sömu ástæðu og þú trúir á biblíulega sköpun. Í dag hef ég endurskoðað hvers vegna ég trúi á þróunarkenninguna. Það er vegna þess að ég veit hvað helmingunartími er og get því skilið hvað aldursgreining er. Ég kann eitthvað í frumulíffræði, ég skil hvað prótín eru, að til eru sjálfgeng efnahvörf og efnahvatar, jónir o.fl. Ég get því lagt einhvers konar mat (þó ekki sérfræðimat) á frumu- og sameindalíffræðileg rök fyrir þróunarkenningunni.

Þá fjallar þróunarkenningin ekki um upphaf lífs, heldur þróun lífs og líffræðilegan fjölbreytileika. Þú veist það, jafn vel og ég, en heldur áfram að halda hinu fram í orðræðu ár eftir ár. Þetta er önnur taktík sem þú hefur eflaust lært, viljandi eða óviljandi af a.i.g. eða disc.inst. Þarna ertu að kasta sama strámanninum fram aftur og aftur. Hann er ekki hluti af jöfnunni þegar þú talar um þróunarkenninguna.

Að lokum langar mig að spyrja hinnar klassísku spurningar:

Hvers vegna geta sköpunarsinnar eins og þú (e. young earth creationists) neitað þróunarkenningunni, þrátt fyrir gríðarlegan stuðning frá flestum greinum vísnda, en trúað á biblíuna (nokkurn veginn eða algerlega) bókstaflega án þess að hafa fyrir því góðar ástæður aðrar en hugsanlega siðferðilegar? Af hverju fær eitt rit að standa án gagnrýni en öll önnur rit eru gagnrýnd eftir allt öðrum standard?  

Árni Gunnar Ásgeirsson, 5.2.2008 kl. 11:00

7 Smámynd: Mofi

Árni
Mofi. Þú segir okkur að þú trúir Biblíulegri sköpun af því að þú getir ekki keypt þróun. En hvernig geturðu sagt það?

Vegna þess hve mögnuð náttúran er og hversu ómagnaðir náttúrulegir ferlar eru, við sjáum þá ekki gera neitt svona í dag svo þeir eru hræðilegir kandidatar sem höfundar að þeirri hönnun sem við sjáum í náttúrunni.

Árni
Varðstu fyrst sköpunarsinni og síðan trúaður?

Samofið...

Árni
Þú lætur eins og sköpuna þurfi ekki að innihalda yfirnáttúruleg öfl, en það er samt eina sköpunin sem þú myndir samþykkja.

Ég segi aðeins að þótt einhver greini merki um hönnun þá þýðir það ekki að hönnuðurinn er Guð eða yfirhöfuð yfirnáttúrulegur.  Að vísu þá bendir uppruni alheims, fínstilling náttúrulögmálanna og að nýtileg orka í alheiminum er alltaf að minnka til þess að skapari alheims ræður yfir náttúrulögmálunum.

Árni
Þú trúir á það sem þú trúir af því að því hefur verið haldið að þér og ætlast er til þess af þér í því (sub-)samfélagi sem þú byggir.

Það voru hreinlega engir sköpunarsinnar í minni kirkju eða sem ég þekkti þegar ég að var að alast upp. Fólk sem trúði jú að Guð skapaði en vissi lítið sem ekkert um málið og voru ekki að rökræða þetta við einn eða neinn.

Árni
Í dag hef ég endurskoðað hvers vegna ég trúi á þróunarkenninguna. Það er vegna þess að ég veit hvað helmingunartími er og get því skilið hvað aldursgreining er.

Það er nú ekki merkilegt að skilja hvað helmingunartími er og hvað aldursgreining er. Ættir frekar að íhuga aðeins nokkur atriði varðandi þessa hluti eins og það veit enginn upphafsstöðuna, veit enginn hvort að einhverjir ferlar hafi átt við sýnið í allann þennan tíma og veist ekki hvort að hraði ferlisins hafi ávallt verið hinn sami. Endilega lestu smá gagnrýni á þessa aðferð: http://www.trueorigin.org/dating.asp

Ég á að minnsta kosti erfitt með að treysta aðferðum sem hafa aldrei virkað á sýni sem við vitum aldurinn á.  Síðan sannar mikill aldur ekki darwinisma.

Árni
Ég kann eitthvað í frumulíffræði, ég skil hvað prótín eru, að til eru sjálfgeng efnahvörf og efnahvatar, jónir o.fl. Ég get því lagt einhvers konar mat

Ef þú veist eitthvað um undur frumunnar þá ættir þú að geta hafnað því að líf kviknaði af sjálfu sér eða fyrir tilstuðlan náttúrulegra ferla heldur að það þarf hönnuð. Ef þú þekkir líka til próteina þá ættir þú að gera þér grein fyrir því hve ólíklegt það er að eitt meðal prótein myndist fyrir tilviljun. Svo vonandi gerir það þér kleypt að leggja á þetta eitthvað rökrétt mat.

Árni
Þá fjallar þróunarkenningin ekki um upphaf lífs, heldur þróun lífs og líffræðilegan fjölbreytileika. Þú veist það, jafn vel og ég, en heldur áfram að halda hinu fram í orðræðu ár eftir ár.

Upphaf lífs snertir hugmyndina um vitræna hönnun, hvort að það er eitthvað til sem er betur útskýrt með hönnuði.  Þeir sem hafna því eru jafnan darwinistar og þess vegna blandast þetta allt saman. En fyrst þú sagðir þetta, hefur þú þá ekkert á móti þeirri hugmynd að lífið þurfi hönnuð?

Árni
Hvers vegna geta sköpunarsinnar eins og þú (e. young earth creationists) neitað þróunarkenningunni, þrátt fyrir gríðarlegan stuðning frá flestum greinum vísnda, en trúað á biblíuna (nokkurn veginn eða algerlega) bókstaflega án þess að hafa fyrir því góðar ástæður aðrar en hugsanlega siðferðilegar?

Þótt ég hefði ekki Biblíuna þá er ég ekki í nokkrum vafa um að ég tryði á einhvers konar skapara. Ég er engann veginn sammála að það er einhver gríðarlegur stuðningur frá einhverjum greinum vísinda að einfrömungar urðu að mönnum. Ég spurði Heiðu Maríu um hver henni fyndist bestu rökin fyrir darwiniskri þróun, ekkert heyrt ennþá svo kannski þú segir mér hvað þér finnst vera bestu rökin fyrir darwiniskri þróun.

Árni
Af hverju fær eitt rit að standa án gagnrýni en öll önnur rit eru gagnrýnd eftir allt öðrum standard?  

Mér finnst nú standardinn á Biblíunni vera miklu hærri en öll önnur rit sem ég veit um. Að vísu ber Biblían svo mikið af að það er erfitt að bera hana saman við einhver önnur rit, hvaða rit finnst þér að ættu að keppa við Biblíuna?

Mofi, 5.2.2008 kl. 14:45

8 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Ætli ég verði ekki að svara þér lið fyrir lið svo engin stílbrot verði á:

Vegna þess hve mögnuð náttúran er og hversu ómagnaðir náttúrulegir ferlar eru, við sjáum þá ekki gera neitt svona í dag svo þeir eru hræðilegir kandidatar sem höfundar að þeirri hönnun sem við sjáum í náttúrunni.

Skilgreindu magnað. Þessi setning er merkingarlaus.

Að vísu þá bendir uppruni alheims, fínstilling náttúrulögmálanna og að nýtileg orka í alheiminum er alltaf að minnka til þess að skapari alheims ræður yfir náttúrulögmálunum.

Hvað er fínstilling náttúrulögmálanna? Af hverju bendir minnkun nýtilegrar orku í alheiminum til skapara? Reyndar er fráleitt að tala um nýtilega orku. Orka í alheiminum er jafn mikil, þó við höfum ekki aðferðir til að nýta hana.

Það er ekki merkilegt að skilja hvað helmingunartími er...

Nei, það er alveg rétt. En það er eitt af því sem ýtir undir undir skilning á rökunum fyrir þróun. Þú mátt benda mér á allar mögulegar heimasíður (þetta eru nánast alltaf þær þrjár sömu) en ég eyði ekki tíma í gagnrýni frá mönnum sem hafa hugmyndafræðilegar (trúarlegar) forsendur fyrir starfi sínu.

Ef þú veist eitthvað um undur frumunnar þá ættir þú að geta hafnað því að líf kviknaði af sjálfu sér eða fyrir tilstuðlan náttúrulegra ferla heldur að það þarf hönnuð.

Þessi málsgrein er innantóm. Hún segir ekki neitt.

Ef þú þekkir líka til próteina þá ættir þú að gera þér grein fyrir því hve ólíklegt það er að eitt meðal prótein myndist fyrir tilviljun.

Ég hef aldrei séð nokkurn mann reikna líkindin á prótein samsetningum án þess að styðjast við kolragnar forsendur. Líkindin eru merkingarlaus án samhengis. Það er ekki mögulegt að áætla þessi líkindi án þess að geta tekið inn í jöfnuna umhverfisaðstæður hverju sinni. Ég bið þig því að sýna mér ekki órökstudda líkinareikninga frá discovery institute sem svar við þessu.

...hefur þú þá ekkert á móti þeirri hugmynd að lífið þurfi hönnuð?

Ég hef eitthvað á móti því að lífið þurfi hönnuð. Ég hef hins vegar ekkert á móti því að lífið hafi verið hannað. Ég hef þó ekki séð neitt sem bendir til þess að neitt sé hannað, nema fyrir verknað lífvera og því trúi ég ekki á hönnun. Að eitthvað sé magnað, flókið og ólíklegt eru ekki rök.

 Þótt ég hefði ekki Biblíuna þá er ég ekki í nokkrum vafa um að ég tryði á einhvers konar skapara.

Það er gott að þú ert ekki í nokkrum vafa. Ég vildi að ég væri svona öruggur með mig. Þá gæti ég kannski sagt að ég hefði pottþétt áhuga á útsaumi, jafnvel þó ég væri alinn upp hjá eiturlyfjafíklum.

Mér finnst nú standardinn á Biblíunni vera miklu hærri en öll önnur rit sem ég veit um.

Það var enginn að tala um standardinn á biblíunni, heldur standardinn eða mælistikuna sem rit er dæmd eftir. Innihald biblíunnar kann að vera frábært í þínum huga, en biblían er hvorki rökleiðsla né traust heimild fyrir nokkru. Jafnvel þó við gefum okkur að biblían sé sönn, er hún samt slæm heimild. Við höfum nefnilega ekkert til að miða hana við. Þá sjáum við að innihald biblíunnar er oft fengið að láni úr frumspeki og siðfræði annarra. Af hverju þarft þú ekki að efast um þessa bók, en efast um öll rit sem eru ekki í samræmi við hana, jafnvel þó þú vitir uppruna þeirra rita, bakgrunn, hver skrifaði o.s.frv. 

Árni Gunnar Ásgeirsson, 5.2.2008 kl. 15:35

9 Smámynd: Mofi

Árni
Skilgreindu magnað. Þessi setning er merkingarlaus.

Ef við skoðum bakteríu mótorinn þennann: Mótorinn sem Guð hannaði þá er magnað að svona lítið tæki skuli geta snúist svona hratt og skipt svona hratt um áfram og aftur á bak gír. Margt fleira í náttúrunni er magnað eins og http://www.answersingenesis.org/home/area/faq/design.asp

Árni
Hvað er fínstilling náttúrulögmálanna?

Alheimurinn fínstilltur svo að þú gætir verið til   og http://www.godandscience.org/apologetics/designun.html

Árni
Af hverju bendir minnkun nýtilegrar orku í alheiminum til skapara? Reyndar er fráleitt að tala um nýtilega orku. Orka í alheiminum er jafn mikil, þó við höfum ekki aðferðir til að nýta hana.

Eitt af lögmálum varmafræðinnnar segir að nýtileg orka í alheimnum er alltaf að minnka. Alltaf þegar við nýtum orku þá er minna eftir af henni sem er nýtileg til vinnu, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Second_law_of_thermodynamics#Energy_dispersal

Svo ef þetta er alltaf að minnka þá þarf einhver sem ræður yfir þessu að búa nýtilegu orkuna til í upphafi.

Árni
en ég eyði ekki tíma í gagnrýni frá mönnum sem hafa hugmyndafræðilegar (trúarlegar) forsendur fyrir starfi sínu.

Afhverju eiginlega ekki að lesa um eitthvað sem gagnrýnir einhverja ákveðna aðferð? Afhverju er ekki forvitnilegt að skoða gallana á jafn hæpinni aðferð og þessum?

Árni
Þessi málsgrein er innantóm. Hún segir ekki neitt.

Endilega skoðaðu t.d. þetta hérna sem fjallar um hönnun í frumunni: http://www.nwcreation.net/videos/voyage_inside_cell.html  aðeins 13 mínútur.

Árni
Ég hef aldrei séð nokkurn mann reikna líkindin á prótein samsetningum án þess að styðjast við kolragnar forsendur

Hverjar eru þá réttar forsendur?

Árni
Það er ekki mögulegt að áætla þessi líkindi án þess að geta tekið inn í jöfnuna umhverfisaðstæður hverju sinni. Ég bið þig því að sýna mér ekki órökstudda líkinareikninga frá discovery institute sem svar við þessu.

Þetta fer eftir því hvort maður er að tala um prótein í sambandi við uppruna lífs eða ný prótein sem darwinisk þróun á að geta búið til.  Rökin í sinni einföldustu mynd er að meðal prótein er sirka 300 amínósýrur á lengd og þær þurfa að vera í réttri röð til að próteinið virkar. Líkurnar sem sagt á því að það myndist í einu skrefi eru 1 á móti 20^300.  Hvort það geti myndast í minni skrefum er fræðilegur möguleiki en við höfum mjög takmarkaðar upplýsingar um það.

Árni
Að eitthvað sé magnað, flókið og ólíklegt eru ekki rök.

Ég er einfaldlega orðlaus... Það er enginn ágreiningur um að náttúran lítur út fyrir að vera hönnuð, eina sem menn eru ekki sammála um er hver hannaði.

http://www.nytimes.com/2005/02/07/opinion/07behe.html?_r=1&oref=slogin
For example, Francis Crick, co-discoverer of the structure of DNA, once wrote that biologists must constantly remind themselves that what they see was not designed but evolved. (Imagine a scientist repeating through clenched teeth: "It wasn't really designed. Not really.")

Mæli með að lesa restina af greininni, hún er mjög góð.

Árni
Jafnvel þó við gefum okkur að biblían sé sönn, er hún samt slæm heimild. Við höfum nefnilega ekkert til að miða hana við. Þá sjáum við að innihald biblíunnar er oft fengið að láni úr frumspeki og siðfræði annarra.

Hún hefur reynst rétt í mörgum tilfellum þar sem menn voru að efast um að það sem hún sagði væri rétt. Hún talaði t.d. um Hittítana en það var sá tími sem engar aðrar heimildir voru til um þá en síðan fannst heimildir um þá, hið sama gilti um steinborgina Petru og fleira.  Ég hef heyrt svona fullyrðingar um að Biblían fái eitthvað lánað en ekki enn sé alvöru heimildir fyrir því. Síðan ef Biblían segir rétt frá þá auðvitað hafa aðrar þjóðir svipaða sögu að segja því það er þeirra saga líka.

Árni
Af hverju þarft þú ekki að efast um þessa bók, en efast um öll rit sem eru ekki í samræmi við hana, jafnvel þó þú vitir uppruna þeirra rita, bakgrunn, hver skrifaði o.s.frv. 

Ertu með einhverja bók í huga sem þér finnst keppa við Biblíuna að þessu leiti?

Mofi, 5.2.2008 kl. 16:26

10 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Þú skilgreindir reyndar ekki magnað, en gafst dæmi um það. Mér finnst margt magnað. Það verður ekkert ,,skapað" af því að vera magnað. Hellarnir undir Yukatan skaga eru magnaðir.

Þú færir afleiðingu fram fyrir orsök með því að segja að alheimurinn sé fínstilltur svo ég geti verið til. Ég er til af því að alheimurinn hefur ákveðna eiginleika.

 Einhver stjórnandi orkunnar leiðir ekki af því að nýtanleg orka minnki. Eða hvernig virkar sú rökleiðsla?

Að skoða galla á aðferð er ekki það sama og að lesa pistla eftir mann sem hefur ákveðið fyrirfram að aðferðin sé gölluð. Sá maður leitar aðeins að staðfestingum á sinni hugmynd, en hunsar allt sem gengur gegn henni.  

Ég er ekki með real player og nenni ekki að bæta honum við. Það breytir þó litlu. Að sýna mér eitthvað innan í frumu sem er rosalega flott mun ekki styðja mál þitt. Ekki nema þar standi God-corp. eða Made in heaven á nanófatamiða.

Réttar forsendur próteinlíkindareiknings eru ófáanlegar. Þess vegna eru útreikningar kjánalegir. Breyturnar sem þarf að taka tillit til eru svo margar að ómögulegt er að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Dæmi um breytur eru tími, þrýstingur, hitastig, mettun efna í hafinu, geislun... og svo mætti lengi telja. 

 Að náttúran komi vísindamönnum reglulega á óvart er engin vísbending um að sköpun hafi átt sér stað. 

 Þó það nú væri að biblían hafi sagt rétt til um eitthvað. Íslenskar skáldsögur geta sagt fólki í framtíðinni að til hafi verið staðir á borð við Akureyri, Ísafjörð, London og París, en sannleiksgildi atburðanna verður ekkert meira en það sem er í Narníu eða Hobbitanum.

Að hvaða leyti á einhver önnur bók að keppa við biblíuna. Ef þú ert að tala um sagfræðilegt réttmæti, eins og ég var að gera, þá gæti nefnt hundruð bóka sem eru mun trúverðugri. Dagblaðið í dag er til dæmis mun betri sagnfræðileg heimild en biblían hefur nokkurn tíma verið. 

Árni Gunnar Ásgeirsson, 5.2.2008 kl. 22:10

11 Smámynd: Mofi

Árni
Þú færir afleiðingu fram fyrir orsök með því að segja að alheimurinn sé fínstilltur svo ég geti verið til. Ég er til af því að alheimurinn hefur ákveðna eiginleika.

Þetta er svona eins og maður sem hefur verið dæmdur til dauða, fyrir framan þig eru hundrað góðar skyttur í góðu færi og síðan er öskrað "skjótið" og allar skjóta en hið ótrúlega gerist er að engin hittir. Er rökrétt að maðurinn segi þá "þetta kom mér ekkert á óvart, ég væri ekki hér að tala um þetta nema skytturnar hefðu misst marks"?  Eða virkar þetta frekar eins og allar hundrað hafi misst marks viljandi? 

Þú tekur ekki einu sinni alvarlega það sem frægir vísindamenn eins og Einstein sagði um þá staðreynd að alheimurinn virðist vera fínstilltur til að leyfa tilvist lífs. Þetta eru engann veginn það léttvæg rök að það er gáfulegt að skoppa svona yfir þau.

Árni
Einhver stjórnandi orkunnar leiðir ekki af því að nýtanleg orka minnki. Eða hvernig virkar sú rökleiðsla?

Rökleiðslan er á þá leið að nýtanleg orka í alheiminum er alltaf að minnka, þetta er einfaldlega staðreynd að því best er við höfum komust að. Það er það sem lögmál varmafræðinnar heldur fram að minnsta kosti. Það þýðir að einhver varð að búa til þessa nýtilegu orku upphaflega, einhver sem greinilega ræður yfir þessum lögmálum því við getum ekki búið til meiri nýtanlega orku.

Árni
Ég er ekki með real player og nenni ekki að bæta honum við. Það breytir þó litlu. Að sýna mér eitthvað innan í frumu sem er rosalega flott mun ekki styðja mál þitt. Ekki nema þar standi God-corp. eða Made in heaven á nanófatamiða.

Þannig að það skiptir þig engu máli hve ótrúleg hönnunin er í náttúrunni? Þú ert búinn að ákveða að sama hvað þú sérð þá geta náttúrulegir ferlar alltaf búið það til?

Fyrst að hitt virkaði ekki þá gengur þér kannski betur með þetta hérna: http://www.studiodaily.com/main/technique/tprojects/6850.html   taktu eftir því sem hann segir þarna, að lífið væri ekki mögulegt nema með þessum "vélum".

Árni
Réttar forsendur próteinlíkindareiknings eru ófáanlegar. Þess vegna eru útreikningar kjánalegir. Breyturnar sem þarf að taka tillit til eru svo margar að ómögulegt er að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Dæmi um breytur eru tími, þrýstingur, hitastig, mettun efna í hafinu, geislun... og svo mætti lengi telja. 

Ef þú talar um tíma, þrýsting og hitastig þá virðistu vera tala um prótein í samhengi við uppruna lífs. Ef maður skoðar aðeins líkurnar á því að raða próteini upp rétt þannig að það virki þá er ekkert mikið mál að fá smá hugmynd. Meðal prótein er sirka 300 amínósýrur að lengd og þær þurfa að vera í réttri röð svo líkurnar á að fyrsta amínósýran sé rétt er 1 á móti 20, næsta er þá 1 á móti 20^2 og svo framvegis svo þú endar í 20^300. Þarna er maður að gefa sér að einhver pollur myndist sem hafa einhvern fjölda amínósýra en það hefur enginn getað búið til þannig poll enda bara það gífurlega ólíklegt.  Lífið þarf síðan þúsunda svona próteina af mjög sérstakri gerð, þannig gerð að þau geti skilið upplýsingarnar sem er að finna á DNA-inu. Ný búinn að vera að rökræða það vandamál hérna: Geta geimverur gert greinarmun á milli náttúrulegs suðs og Bítlana?

Árni
Að náttúran komi vísindamönnum reglulega á óvart er engin vísbending um að sköpun hafi átt sér stað. 

Kemur aðalega darwinistum á óvart vegna þess að þeir búast ekki við svo miklu af náttúrulegum ferlum. Sá sem trúir á sköpun hann aðeins undrast hve ótrúlega gáfaður og klár hönnuður Guð er.

Árni
Þó það nú væri að biblían hafi sagt rétt til um eitthvað. Íslenskar skáldsögur geta sagt fólki í framtíðinni að til hafi verið staðir á borð við Akureyri, Ísafjörð, London og París, en sannleiksgildi atburðanna verður ekkert meira en það sem er í Narníu eða Hobbitanum.

Þannig að þú gerir engann greinarmun á milli forna handrita sem reynast rétt þegar borið er saman við fornleyfafræðina og síðan bóka eins og "Hobbits tale"?

Mofi, 6.2.2008 kl. 16:19

12 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Þetta er auðvitað tilgangslaust hjal, og ég ætla að láta af því að mestu. Það eina sem ég ætla að skerpa á er síðasta athugasemdin. Flest sem hefur komið fram hérna höfum við þegar rætt á öðrum vef og ég við gætum allt eins skipst á gömlum svörum. 

Fornleifafræðingar hafa ekki staðfest atburðina í biblíunni, heldur að borgir, mannvirki, þjóðir og slíkt hafi raunverulega verið til. Eins er hægt að staðfesta að íslenskar borgir, bæir, mannvirki o.fl. hafi verið til líkt og talað er um í sögum Arnaldar Indriðasonar. Það að þetta hafi allt verið til gerir Erlend rannsóknarlögreglumann ekki raunverulegan. Það að biblían sé raunsæ skáldsaga á sínum tíma sem gerist í raunverulegum borgum og fjalli stundum um raunverulega konunga gerir atburðina heldur ekki sanna. Sanleiksgildi þeirra atburða sem Erlendur lendir í er ekki meira en í Hobbitanum. Ég bið þig að snúa ekki út úr þessu aftur.  

Árni Gunnar Ásgeirsson, 6.2.2008 kl. 20:04

13 Smámynd: Mofi

Sem sagt að þú gerir engann greinarmun á milli forna sagnfræðirita sem fjalla um raunverulega menn og atburði og bóka eins og "Harry Potter"?

Það er alveg rétt að þótt það standi í einhverri bók þá þýðir það ekki að það er satt en ef fornleyfafræði styður að margt af þessu á við rök að styðjast þá er auðvitað ástæða til að taka viðkomandi heimild alvarlega.

Mofi, 7.2.2008 kl. 11:21

14 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Takk fyrir að virða beiðnina...

Árni Gunnar Ásgeirsson, 7.2.2008 kl. 13:07

15 Smámynd: Mofi

Allt fyrir þig

Mofi, 7.2.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband