Kennum börnum gagnrýna hugsun og vísindalega aðferð

Annar bloggari velti fyrir sér hvort PISA-prófið sé fyllilega sambærilegt á milli landa, og það getur vel verið réttmæt gagnrýni. Ég verð þó að segja að niðurstaðan kemur mér ekki sérlega á óvart. Mér hefur oft virst sem meiri áhersla sé lögð á að kenna grunnskólabörnum staðreyndir heldur en hvernig komist var að þeim. Það er ekkert að staðreyndum sem slíkum, en ég held þó að páfagaukalærdómur sé of mikill á kostnað kennsluhátta sem reyna á skilning á aðferðafræði vísinda og gagnrýna hugsun. Ég veit vel að grunnskólanum er ekki bara ætlað að mennta framtíðarvísindamenn, en ég held þó að börn hafi gott af því að velta fyrir sér vandamálum og spyrja: "Af hverju er þetta svona?" Við viljum öll að grunnskólinn skili af sér hugsandi einstaklingum sem gleypa ekki gagnrýnislaust við öllu sem þeim er sagt.
mbl.is Ísland undir meðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband