1.10.2007 | 02:55
OK, þetta var nú allt í lagi
Jæja, ég var að fá út úr prófinu og ég stóð mig bara nokkuð vel: 96.50 af 100. Samt nokkrir með betri einkunn, en ég er ótrúlega fegin að þetta fór þokkalega eftir allt saman.
Viðbót: Æ, ég veit að þið eigið eftir að hlæja að mér fyrir að hafa haft áhyggjur af þessu. Það var nú samt afrek út af fyrir sig að koma of seint í fyrsta prófið, ekki satt?
Athugasemdir
Híhíhí, já ég hlæ nú smá ;) Annars skil ég þig alveg. Var að verða vitlaus þegar ég var að stressa mig yfir claususnum í hjúkkunni og allir afgreiddu það bara sem "æ blessuð góða hafðu ekki áhyggjur, þú rúllar þessu upp". Sem ég svo sem gerði, en það var aukaatriði. Mér fannst ég bara alveg hafa rétt á að vera smá stressuð og áhyggjufull líka :Þ
Lilja (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 08:26
Ég er svo mikil gufa stundum. Gleymdi alveg að ég ætti moggablogg og gæti skráð svona flotta athugasemd innskráð á því :Þ
Elis, Lilja og co., 1.10.2007 kl. 08:47
Til hamingju með þetta!
Það er nú gott hvað skólinn er nálægt og stutt fyrir þig að hlaupa, létt á fæti í íþróttaskónum þínum :-)
Kær kveðja
mamma (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 09:07
Hæ sæta!!
Gott að heyra að prófið gekk vel!! Vonandi hefuru það svaka gott þarna úti, og gangi þér vel með þetta allt saman!!
Kv. Rósalind og strákaflóðið :o)
Rósalind (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 10:07
Hehe, já, var það ekki. Auðvitað gekk þér vel á þessu. Til hamingju, dúllan mín.
Lilja Rotta (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.