Tilviljanakennt úr lagasafni Alþingis

222. gr. Hver, sem vísvitandi eða af gáleysi fær barni, yngra en 15 ára, geðveikum manni, fávita eða ölvuðum manni hættulega muni eða efni í hendur, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 3 mánuðum. [Undirstrikun mín] 

 Fannst þetta bara áhugavert orðalag. Fáviti er í bókstaflegri merkingu samt ekki svo slæmt orð, þetta lýsir vel þeim sem vita fátt. Já og nú verður maður lögríða ári seinna en áður:

202. gr. [Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en [15 ára],1) skal sæta fangelsi [ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum].1)2) [Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi.]1)

Sjá nánar: Almenn hegningarlög.

Þetta er enn áhugaverðara, ég fletti upp orðinu fáviti í lagasafninu og þá koma upp lög sem nefnast Lög um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt.

1. gr. Heimilar eru aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt, ef fengið er til þess sérstakt leyfi samkvæmt ákvæðum laga þessara, enda sé um aðgerðirnar fylgt þeim reglum, sem lögin að öðru leyti setja...

3. gr. ... Leyfi veitast samkvæmt umsóknum, sem hér greinir: ... Frá tilsjónarmanni, skipuðum samkvæmt ákvæðum 4. gr., ef viðkomandi er geðveikur eða fáviti og svo ástatt um hann, sem þar segir.

5. gr. ... 2. Vönun skal því aðeins leyfa:
   a. Að gild rök liggi til þess, að viðkomandi beri í sér að kynfylgju það, er mikil líkindi séu til, að komi fram á afkvæmi hans sem alvarlegur vanskapnaður, hættulegur sjúkdómur, andlegur eða líkamlegur, fávitaháttur eða hneigð til glæpa, eða að afkvæmi hans sé í tilsvarandi hættu af öðrum ástæðum, enda verði þá ekki úr bætt á annan hátt.
   b. Að viðkomandi sé fáviti eða varanlega geðveikur eða haldinn öðrum alvarlegum langvarandi sjúkdómi og gild rök liggi til þess, að hann geti ekki með eigin vinnu alið önn fyrir sjálfum sér og afkvæmi sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband