Gengur gegn fyrri rannsóknum, verum ekki of fljót að dæma

Ég leyfi mér að vitna í grein Ægis Más Þórissonar af Vísindavefnum, Hver eru einkenni ofvirkni hjá börnum og hvað veldur henni?

Önnur kenning, vinsæl á sínum tíma, var á þá leið að AMO mætti rekja til sykurneyslu og aukaefna í matvælum. Foreldrar voru hvattir til að láta börn sín hætta að borða mat sem innihélt sykur, litarefni og rotvarnarefni. Eftir fjöldann allan af rannsóknum komust vísindamenn að því að slíkir matarkúrar drógu einungis úr einkennum hjá um 5% barna og stærsti hópur þessara barna var með einhvers konar fæðuofnæmi.

Frétt mbl.is segir ekkert um hversu sterk áhrifin hafi verið, né hversu margir urðu fyrir þeim. Aukaefni í matvælum eru örugglega ekkert sérstaklega holl, en aðaláhættuþátturinn varðandi ofvirkni virðist tengdur erfðum.


mbl.is Aukaefni í matvælum ýta undir ofvirkni samkvæmt rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Þetta er ekki sambærilegt.  Þær rannsóknir sem þú vísar til snerust um rannsóknir á breytingum á mataræði hjá börnum sem þegar höfðu verið greind með hegðunarraskanir.  Þessi rannsókn sem hér er til umræðu var hins vegar um áhrif á börn sem ekki höfðu átt við slík vandamál að ræða áður.

Púkinn, 7.9.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Nú, það passar ekki við það sem mbl.is segir, sbr. "...leiddi í ljós fylgni á milli ofvirkniseinkenna og athyglisbrests og neyslu drykkja með aukaefnum í." Þú gætir haft rétt fyrir þér, en þá er frétt mbl.is villandi þar sem ofvirkni og athyglisbrestur eru klínískt hugtök og ná ekki yfir "venjuleg" börn með "njálg í rassinum". Ég sé það reyndar núna að það stendur í fréttinni "heilbrigð börn", en það er mjög teygjanlegt hugtak. Veit ekki alveg hvað þeir eru að meina, auk þess sem ég veit ekki hvernig rannsóknin skilgreindi þá athyglisbrest og ofvirkni. Veistu hvort rannsóknin hafi fengist birt, og þá hvar?

Heiða María Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband