Náttúrulyf: Er þetta í lagi?

Úr frétt af Vísi (biðst afsökunar á að ég c/p alla fréttina, en hún er bara svo stutt):

Matthías Halldórsson, starfandi landlæknir, segir að ekki sé hægt að gera athugasemdir við náttúrulækningar svo framarlega sem þær séu skaðlausar viðkomandi, ekki sé verið að plokka peninga af illa stöddu fólki eða ættingum þeirra og ekki sé verið að beina fólki frá hefðibundinni meðferð sem sé læknandi.

Matthías segir að margvísleg tilboð séu til um náttúrulækningar. Landlæknisembættið geti ekki haft eftirlit með öllu því sem í boði er og því verði fólk að taka upplýstar ákvarðanir fyrir sig sjálft.

Visir.is sagði í morgun frá Heiðu Björk Sturludóttur og syni hennar. Strákurinn greindist með Tourette heilkenni fyrir tæpum tveimur árum og leist Heiðu illa á þá hugmynd að setja son sinn á lyf. Hún taldi að strákurinn myndi fitna í kjölfarið og finna fyrir þunglyndiseinkennum. Heiða setti sig því í samband við homopata og ákvað að beita aðferðum náttúrulækninga við að fást við vandann.

Fyrir það fyrsta, ef náttúrulækningar eru a)skaðlausar, b)ekki peningaplokk, hvað eru þær þá? Ef þær eru skaðlausar eru þær annað hvort lyfleysur sem gera ekki neitt sérstakt og eru þar af leiðandi peningaplokk, eða þá að þær hafa lyfjaverkun og eru þá varla annað en lyf, eða hvað?

Og hvað með þetta að eiga ekki að koma í stað hefðbundinnar meðferðar? Nú er búið að sýna fram á að sum "náttúrulyf" geta komið í veg fyrir verkan lyfja vegna óhagstæðrar samverkunar (sjá t.d. Lyf og lyfleysur eftir Ými Vésteinsson í vefriti Res Extensa). Að auki er með endæmum skrýtið hjá Vísi að hann skuli nota ummæli landlæknis til að réttlæta þessa Tourette-meðferð, þar sem þar eru "náttúrulyf" greinilega að koma í staðinn fyrir hefðbundna meðferð sem gæti hjálpað krakkanum.

Og hvað eru svo eiginlega "náttúrulyf"? Hvað er svona náttúrulegt við þau og af hverju þarf það sem er "náttúrulegt" að vera eitthvað betra en eitthvað annað? Þetta fer óstjórnlega í taugarnar á mér, og sárt að foreldrar séu að neita börnunum sínum um viðurkennda meðferð sökum þess að þeir vita bara ekki betur :-( Landlæknir segir að fólk eigi að taka upplýstar ákvarðanir, en það er bara enginn til að upplýsa það eða þá að fólk tekur ekki mark á þeim sérfræðingum sem eiga að upplýsa það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála.

Ákaflega sorglegt að landlæknir taki ekki skýrari afstöðu til óhefðbundinna lækninga en þetta.

Ragnar (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 15:58

2 Smámynd: Kristófer Sigurðsson

Ég er að miklu leyti sammála, en mér finnst fyrirsögn Vísis.is samt villandi.  Hitt er svo gleðilegt, að löggjafinn tekur skýra afstöðu til "náttúrulækninga".  Í lækningalögum og lögum um "græðara".  Sjá bloggfærslu mína, http://kristosig.blog.is/blog/kristosig/entry/267029/

Kristófer Sigurðsson, 8.8.2007 kl. 16:17

3 identicon

Það er nú ekki hægt að sleppa því að svara þessu (þó ég gefi mér alla fyrirvara á því að í "fréttinni" sé rétt eftir fólki haft.

Nú er búið að sýna fram á að sum "náttúrulyf" geta komið í veg fyrir verkan lyfja vegna óhagstæðrar samverkunar

En hvað með þá sem hafa til fjölda ára fengið "röng lyf" vegna rangrar sjúkdómsgreiningar, eins og móðir mín til 18 ára ? Læknar gera líka mistök og þau eru heldur ekkert tekin til baka. Og bara ansi erfitt að fara með þau mál í gegnum kerfið, hvað þá að "sanna" einhverjar afleiðingar.

Hvað með seyðið hans Ævars sem hjálpaði mörgum krabbameinssjúkum og eyrnaveikum börnum sem engin lyf hjálpuðu ? Seyðið varð til þess að farið var að skoða hvaða efni það væru í hvönninni sem væru virk.

Á þá líka að banna áheit á Strandakirkju ? Er sú trú og sú von sem hún gefur einhverju verri en sú von sem bundin er við lækningar lækna ?

Ég bara spyr.

Stefanía (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 08:31

4 identicon

Landlæknir bendir á að treysta foreldrum til að taka upplýstar ákvarðanir um meðferðarform. Sama held ég að megi segja um bloggara: ykkur verður að vera treystandi fyrir því að bulla ekki svona án þess að kynna ykkur nægilega vel málin, og báða sjónarhóla. Óupplýstir bloggarar eru hreint ömurlegir og virkilega særandi fyrir þá sem um er rætt og má flokka undír rógburð.

laraks (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 10:25

5 identicon

Baldur, samhryggist þér með föður þinn en ég á ekki til krónu yfir "röksemdafærslu" þinni.

Læknar bera enga sérstaka ábyrgð á eigin mistökum, þér er gert allt of erfitt fyrir að sanna hlutina, fyrir nú utan tímann og þann toll sem sú "barátta" tekur.  Það þarf að vera sjáanlegt að læknir geri mistök svo mál gangi hratt.  Svo ég noti þín orð, hálfvitar og drullusokkar (ég kalla það misviturt fólk) finnast í öllum stéttum, því getur þú ekki neitað.

"Sönnunarbyrði" lyfjafyrirtækja snýst ekki um hvort lyf virki, höfum það alveg á hreinu - hún snýr ekki síður að því að upplýsa um aukaverkanir og fría sig ábyrgð af þeim.

Stundum höldum við að ákveðin inngrip beri ábyrgð á batanum, þegar raunverulega eru um sjálfbæran bata að ræða, eða jafnvel lyfleysuáhrif.

Er það ekki bara allt í lagi ? Skiptir það "öllu" máli (svona ef við erum ekki að tala um lífshættulega sjúkdóma eins og mér sýnist þú vera að gera), skiptir það máli hvaðan gott kemur ?   

Það er tvíblind rannsókn í gangi í UK á smáskammtalækningum, undirbúningur og  skipulagning á rannsókninni var orðin niðurnjörvuð en niðurstöður eru ekki komnar (hef amk ekki fundið þær birtar) en ég á alveg von á að þær skili árangri.  Hvort árangurinn verði 100% (eins og sumir vilja ætla að hlutir gangi í þessum heimi) ætla ég ekki að spá. Jú, það má alveg örugglega finna eitthvað að rannsókninni ef menn eru áfjáðir í það enda aldrei allt kannað sem maður vill sjá svarað en ætli þessum niðurstöðum verði flaggað í blöðum, efa það.

Ég bíð amk. spennt eftir þessum niðurstöðum þar sem einn þekktasti og virtasti smáskammtadýralæknir breta  beitir sínum aðferðum á hunda að lokinni rannsókn og staðfestingu annarra dýralækna á þeim kvillum sem hrjá hundanna og sambærilegri skoðun að meðferð lokinni. 

PS. Baldur, smá leiðrétting eftir að ég las síðasta innlegg á blogginu þínu. Vírus hverfur ekki úr líkamanum ;) 

Stefanía (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 06:53

6 identicon

"Er það ekki bara allt í lagi ? Skiptir það "öllu" máli (svona ef við erum ekki að tala um lífshættulega sjúkdóma eins og mér sýnist þú vera að gera), skiptir það máli hvaðan gott kemur ?"

Finnst þér í lagi að einhverjir einstaklingar séu að græða á lyfleysuáhrifum ?

Finndist þér í lagi ef ég tæki upp á því að selja meðhöndlað vatn (á einhvern hátt) sem e.k. voða gott náttúrulyf þótt ég væri fullviss sjálfur um að þetta væri eingöngu venjulegt vatn sem myndi ekki gagnast neinum á neinn venjulegan hátt ?

Ég geri ráð fyrir að flesum þætti það frekar siðlaust ef ég tæki upp á þessu en eini munurinn á mér og einhverjum kuklara sem líka selur óvirkt vatn er sú að ég veit að vatnið sem ég myndi selja væri bara óvirkt vatn en kuklarinn heldur að hann sé að selja eitthvað sem gagn er að.

Mætti bara gagnrýna það sem ég er að gera en ekki kuklarann því hann trúir á það sem hann er að gera ?

Ragnar (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 12:47

7 identicon

"Vírus hverfur ekki úr líkamanum ;)"

Undarleg alhæfing nema ég sé að missa af einhverju. Vissulega eru þekktar veirur sem geta legið í dvala í líkamanum til lengri tíma en ónæmiskerfi líkamans þarf um 7 daga til þess að eyða kvefveirum til dæmis.

Ragnar (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 13:13

8 identicon

Mér sýnist blöðrubólga vera af völdum bakteríusýkinga:

http://www.doktor.is/Article.aspx?greinid=193

Ragnar (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:05

9 identicon

Sem faðir drengsins í fréttinni um nöfnu þína, þá get ég alveg sagt þér að fréttin er frekar villandi, það hefur ekki verið neitt kukl í gangi. Ég lagði út af þessu á blogginu mínu og nenni ekki að endurtaka það allt hér: http://gvendarbrunnur.blogspot.com/2007/08/tourette.html

"og sárt að foreldrar séu að neita börnunum sínum um viðurkennda meðferð sökum þess að þeir vita bara ekki betur"

 Við foreldrar drengsins tókum upplýsta ákvörðun um hvað við vildum til bragðs taka eftir að hafa leitað okkur upplýsinga. Ef þessi leið sem við völdum hefði ekki virkað hefðum við auðvitað valið þá leið sem telst vera hefðbundin, þ.e. að setja drenginn á geðlyf. Auk þess er varla hægt að tala um meðferð við Tourette, þetta er ólæknandi, genetískt heilkenni og það sem hægt er að gera er að slá á einkennin, en ég útskýri það líka í bloggfærslunni minni hvers vegna við vildum bíða með það og leita annarra leiða fyrst. Auk þess er ítarlegri útgáfa af grein Heiðu sem hún birti í Mogganum hér: http://www.tourette.is/xodus.asp?id=38

Guðmundur (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 22:22

10 identicon

Ragnar, fréttin var ekki um einhverja einstaklinga, hún var um ákveðna einstaklinga.  Svo veit ég ekki betur en að "meðhöndlað vatn" sé selt og keypt, upp á vissu og óvissu.  Kallast vígt vatn og er notað við skírn. Það er kannski siðlaust að selja það miðað við að frelsarinn sagði "Leyfið börnunum að koma til mín".

Af hverju snýst málið um að náttúrulyf séu tómt prump sem er þá líklega selt okurprís miðað við virkni ?  Var ekki nýlega verið að fjalla um að ekki væru til lyf við arfgengri heilablæðingu sem orsakast af útfellingum innan á æðar en notuð væru "önnur lyf sem ekki eru til þess ætluð".  Einmitt vegna þess að ekkert annað væri til og hvað myndi það þá kallast ? Lækningar eða kukl ?  Strákar mínir, þið eruð löngu búnir að tapa í þessum rökræðum  

Þetta með að vírus hverfi ekki úr líkamanum eftir að hann er kominn hefur dálítið með það að gera hvernig vírus er / virkar.  Ef hann margfaldar sig inn í erfðaefni okkar erum við í djúpum, misdjúpum að vísu.  Dæmi: kvef, varta, lifrarbólgurnar B & C og sá skæði HIV.

Stefanía (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 23:49

11 identicon

Fyrirgefðu Heiða að ég haldi áfram að ræða við Baldur hér, kann bara ekki að svara á hans síðu.

Heyrðu þetta myndband hjá þér er bara ansi skondið og æ ekki hélt ég að allar lausnir væru þynntar svona mikið eins og þarna er gefið í skyn. En þeir hefðu allt eins geta verið að lýsa ofnæmislækningum eins og þeim sem systir mín fór í, ofnæmisvaldi sprautað undir húð til að efla ónæmi gegn grasi og fl.  Hún hafði upp úr krafsinu 4 ára óþægindi (lá fyrir eða fékk hita við hverja vikulega sprautu) en er enn haldin ofnæmi fyrir grasi.  Það lá reyndar fyrir í upphafi að þetta virkar ekki fyrir alla - ekki frekar en aðrar lausnir. 

Stefanía (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 00:22

12 identicon

"Þetta með að vírus hverfi ekki úr líkamanum eftir að hann er kominn hefur dálítið með það að gera hvernig vírus er / virkar. Ef hann margfaldar sig inn í erfðaefni okkar erum við í djúpum, misdjúpum að vísu. Dæmi: kvef, varta, lifrarbólgurnar B & C og sá skæði HIV."

Ég verð að halda áfram að vera smá besserwisser því veirurnar sem valda sjúkdómunum sem þú nefnir þarna eru jafn ólíkar og mismunandi dýrategundir. Það er mjög misjafnt eftir veirum hvort þær innlima sig inn í erfðaefni okkar. Kvefveirurnar gera það ekki en þær eru drepnar af ónæmiskerfinu eftir um viku, lifrarbólgu C veiran gerir það heldur ekki en hún er engu að síður mjög hættuleg, bara á annan hátt.

"Heyrðu þetta myndband hjá þér er bara ansi skondið og æ ekki hélt ég að allar lausnir væru þynntar svona mikið eins og þarna er gefið í skyn. En þeir hefðu allt eins geta verið að lýsa ofnæmislækningum eins og þeim sem systir mín fór í, ofnæmisvaldi sprautað undir húð til að efla ónæmi gegn grasi og fl. Hún hafði upp úr krafsinu 4 ára óþægindi (lá fyrir eða fékk hita við hverja vikulega sprautu) en er enn haldin ofnæmi fyrir grasi. Það lá reyndar fyrir í upphafi að þetta virkar ekki fyrir alla - ekki frekar en aðrar lausnir. "

Það er leiðinlegt að heyra litla trú þína á vísíndum en vísindin eru ekki óskeikul og það vita vísindamenn manna best.

Í sambandi við rannsóknir og læknameðferð á mannslíkamanum þá vita vísindamenn vel að þeir eru að díla við svo gríðarlega flókið kerfi að þeir munu sennilega aldrei skilja það almennilega, til þess er það of stórt. Og jafnvel þrátt fyrir að við myndum skilja það enn betur þá getur þróun lyfja með einhverri sértækri virkni sem við viljum ná fram verið gríðarlega erfið og jafnvel ómöguleg.

En það breytir því ekki að við eigum að halda áfram að reyna skilja mannslíkamann, læra á hann og láta læknavísindin þróast áfram.

Það er skref til baka að færa meðferð sjúkdóma til grasalæknanna og homeopatanna sem byggja oft þekkingu sína á 18. aldar þekkingu eða hjátrú.

Ragnar (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband